Innlent

Hraunið streymir fram úr gígunum í Holuhrauni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Valli
Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð í Bárðarbungu í morgun. Þetta var fyrsti skjálftinn sem var yfir 5 af stærð síðan síðastliðinn sunnudag.

Þá hafa verið yfir 14 skjálftar yfir 4 af stærð og um 20 skjálftar yfir 3 síðasta sólarhringinn.

Af vefmyndavélum að dæma heldur gosið í Holuhrauni áfram með svipuðum hætti og áður, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í myndbandinu hér að neðan sem leiðsögumaður Saga Travel tók í liðinni viku má greinilega sjá hversu magnað hraunflæðið er á milli gíganna í Holuhrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×