Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 13:57 Vísir/Stefán Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings. Bárðarbunga Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings.
Bárðarbunga Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira