Innlent

Gasmengun frá gosinu berst vestur í dag

Jakob Bjarnar skrifar
Gasmengun yfir Reykjavík. Loftgæði voru með ágætum á öllum föstum mælistöðvum í morgun og sömuleiðis á þeim lausu mælum, sem upplýsingar bárust frá.
Gasmengun yfir Reykjavík. Loftgæði voru með ágætum á öllum föstum mælistöðvum í morgun og sömuleiðis á þeim lausu mælum, sem upplýsingar bárust frá. visir/vilhelm
Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mun berast til til norðvesturs og vesturs í dag og til suðvesturs í kvöld.

Framan af degi mun hún berast á svæðið að Eyjafirði og þá inn á Faxaflóa, en í kvöld mun hún liggja frá Breiðafirði og austur að Kirkjubpæjarklaustri. Það má því búast við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í allan dag, en þar sem vindur er nokkuð ákveðinn verður hún að líkindum fremur lítil. Loftgæði voru með ágætum á öllum föstum mælistöðvum í morgun og sömuleiðis á þeim lausu mælum, sem upplýsingar bárust frá.

Skjálftavirkni var álíka í Bárðarbungu og verið hefur en engin skjálfti mældist fimm stig, eða þar yfir í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×