Sund

Fréttamynd

„Von­brigði“ að að­eins fari fimm frá Ís­landi á Ólympíu­leikana

Af­reks­stjóri Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands segir það von­brigði að eins og staðan sé í dag bendi allt til þess að Ís­lands eigi að­eins fimm full­trúa á Ólympíu­leikunum í París í sumar. Á sama tíma sér hann hins vegar enda­lausa mögu­leika í í­þrótta­hreyfingunni hér á landi.

Sport
Fréttamynd

Mögnuð reynsla og magnaður hópur

Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. 

Sport
Fréttamynd

Hafmeyjurnar synda yfir Ermarsundið

Íslenski sjósundhópurinn Hafmeyjurnar syndir nú yfir Ermarsundið í boðsundi. Hópurinn samanstendur af sjö vöskum sjósundkonum sem hófu að synda í nótt og hafa nú verið að í tæpan hálfan sólarhring. 

Sport
Fréttamynd

Eldri borgarar mót­mæla gjald­töku

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál.

Innlent
Fréttamynd

Snorri Dagur vara­maður inn í undanúrslitin

Þrír íslenskir sundmenn syntu á fjórða deginum á Evrópumeistaramótinu í sundi í Belgrad. Engin þeirra komst áfram en það er enn smá von um að Snorri Dagur Einarsson fái að synda í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Snæ­fríður fjórða á EM

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í dag.

Sport
Fréttamynd

Anton fjórði á EM

Enton Sveinn McKee hafnaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi í dag.

Sport
Fréttamynd

„Mér þykir alltaf vænt um hlutina mína“

Stílistinn, jógakennarinn og Swimslow eigandinn Erna Bergmann er mikil smekkskona sem er oft með marga bolta á lofti og tvær til þrjár töskur á sér hverju sinni. Uppáhalds taskan er einstakur erfðagripur frá látinni frænku og það má stundum finna orkusteina í renndum hólfum hjá Ernu. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tókst loks eftir fimm ár að bæta eigið met

Anton Sveinn McKee virðist á hárréttri leið í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París í sumar því hann sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi, þegar hann varð Íslandsmeistari í gær.

Sport
Fréttamynd

Snæ­fríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Sví­þjóð

Snæ­fríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úr­slita á opna sænska meistra­mótinu í sundi í Stokk­hólmi í dag. Snæ­fríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skrið­sundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringu­sundi.

Sport