Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 09:03 Anton Sveinn McKee er fyrrum verðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu en hefur snúið sér að öðru. Vísir/Vilhelm Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands) Sund Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands)
Sund Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira