Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 18:02 Þetta er í fimmta sinn og annað árið í röð sem Sonja er valin íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra Vísir/Vilhelm Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt og segir mestu máli skipta að hafa trú á sjálfri sér. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“ Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana Sjá meira
Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í Reykjavík í dag og er þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur verðlaunin. Er þetta alltaf jafn sérstakt? „Já alltaf jafn sérstakt,“ segir Sonja í samtali við Vísi. „Mjög stórt. Góð tilfinning sem þessu fylgir sem hvetur mann til að gera betur í framhaldinu.“ Sonja hefur átt skínandi gengi að fagna á árinu sem nú er að líða. Sett ellefu Íslandsmet og staðið sig vel á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum. Þá synti hún í tveimur greinum á Ólympíuleikum fatlaðra í París í sumar og endaði í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti. Þetta voru þriðju Ólympíuleikar Sonju. Hvað býr að baki þessum góða árangri? „Að hafa góða trú á sjálfum sér. Hvílast vel og nærast. Allt spilar þetta saman. Líka sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun og nudd. Allt hjálpar þetta.“ Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum. Aðspurð hver hápunkturinn á árinu sem nú er að líða hafi verið stóð ekki á svörum hjá Sonju: „Ég held að það hafi verið leikarnir í París. Þrátt fyrir að ég hafi fengið Covid úti á meðan á þeim stóð. Það gerði mig bara sterkari.“ Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt. „Ég er nú orðin 34 ára. Búin að æfa í tuttugu og sjö ár. Ég held eitthvað áfram. Það er HM á næsta ári.“ Og kannski fleiri Ólympíuleikar? „Já vonandi. Stefni þangað.“ En skipta öll þessi met og verðlaun sem hún er að vinna til einhverju máli? „Þetta skiptir allt máli en mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér. Hitt er bara bónus.“
Árið 2024 hjá Sonju: Sonja Sigurðardóttir setti alls 11 Íslandsmet í sundi á árinu 2024 í flokki S3, þar af voru sex sett í 25m laug og fimm í 50m laug. Á norðurlandamóti setti Sonja Íslandsmet í 25m laug í 50m baksundi með tímann 1:10,22, 50m skriðsundi með tímann 1:10,18 og 100m baksundi með tímann 2:31,86. Á EM setti hún Íslansmet í 100m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 2:22,15 og í 50m skriðsundi þar sem hún kom í mark á tímanum 1:07,43. Á Paralympics í París setti Sonja einnig Íslandsmet þar sem hún kom í mark í úrslitum í 50m baksundi á tímanum 1:07,46. Sonja tók þátt á tveimur stórmótum árið 2024, á Evrópumeistaramóti IPC (EM) og á Paralympics. Á EM keppti Sonja í 100m skriðsundi og 50m baksundi þar sem hún endaði í 5 sæti í báðum greinum á nýjum Íslandsmetum. Á Paralympics í París keppti Sonja í tveimur greinum, 50m baksundi og 100m baksundi. Sonja komst í úrslit í 50 m baksundi þar sem hún endaði í 7. sæti á nýju Íslansmeti. Þetta er í fimmta sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hún var fyrst kjörin árið 2008, aftur árið 2009, 2016 og nú seinast árið 2023. Þetta verður því annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina og alls fimm sinnum.
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana Sjá meira