Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 19:02 Birnir Freyr Hálfdánarson fékk fimmtíu þúsund fyrir að slá Íslandsmetið í kvöld. SSÍ Sundmaðurinn Birnir Freyr Hálfdánarson bætti í kvöld nítján ára gamalt Íslandsmet og karlasveit SH í 4x200 metra skriðsundi bætti ellefu ára gamalt met Fjölnissveitar. Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug hófst í kvöld með látum í í Laugardalslauginni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100 metra flugsund á nýju Íslandsmeti, 53,29 sekúndum, en gamla metið var 53,42 sekúndur og í eigu Arnar Arnarsonar. Hann setti það árið 2006. Birnir er í SH eins og Örn var á sínum tíma. Hann er einmitt fæddur 26. maí 2006 en Örn setti þetta met í ágúst sama ár eða þegar Birnir var bara tæplega þriggja mánaða. Birnir lét sér ekki nægja að setja nýtt Íslandsmet því hann synti einnig undir lágmarki á heimsmeistaramótið. Snorri Dagur Einarsson vann 100 metra bringusund á tímanum 1:00,67 mín. var aðeins 4/100 frá Íslandsmeti Antons Sveins McKee. Snorri Dagur synti einnig undir lágmarki á HM í sumar sem fer fram í Singapore. Ylfa Lind Kristmannsdóttir vann 50 metra baksund kvenna á tímanum 29,91 sekúndum og tryggði sér lágmark á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í sumar. Vala Dís Cicero sigraði í 400 metra skriðsundi á tímanum 4:27,37 mín. eftir harða keppni við Freyju Birkisdóttur sem kom önnur í bakkann á tímanum 4:27,82 mín. Magnús Víðir Jónsson sigraði með yfirburðum í 400 metra skriðsundi karla á tímanum 4:08,60 mín. Sólveig Freyja Hákonardóttir sigraði í 200 metra flugsundi á tímanum 2:26,85 mín. Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 200 metra bringusundi á tímanum 2:35,26 mín. sem er góð bæting á hennar besta tíma. Guðmundur Leó Rafnsson sigraði örugglega í 200 metra baksundi á tímanum 2:02,20 mín, Guðmundur stórbætti sig í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 2:02,08 mín. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir háðu mikla keppni í æsispennandi 50 metra skriðsundi þar sem Jóhanna Elín kom fyrst í bakkann á tímanum 25,67 sekúndum. Símon Elías Statkevicius kom fyrstur í mark í 50 metra skriðsundi á nýju persónulegu meti, tíminn 22,84 sekúndur. Kvenna sveit SH kom fyrst í mark í 4x 200m skriðsundi á tímanum 8:39,67 mín en sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Katja Lilja Andryisdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Karlasveit SH vann 4x200 metra skriðsund karla á tímanum 7:41.05 mín. Þeir bættu þar með 11 ára gamalt met sveitar Fjölnis sem átti tímann 7:46,24 mín. Sveitina skipuðu þeir: Ýmir Chatenay Sölvason, Magnús Víðir Jónsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson. Sund Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug hófst í kvöld með látum í í Laugardalslauginni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100 metra flugsund á nýju Íslandsmeti, 53,29 sekúndum, en gamla metið var 53,42 sekúndur og í eigu Arnar Arnarsonar. Hann setti það árið 2006. Birnir er í SH eins og Örn var á sínum tíma. Hann er einmitt fæddur 26. maí 2006 en Örn setti þetta met í ágúst sama ár eða þegar Birnir var bara tæplega þriggja mánaða. Birnir lét sér ekki nægja að setja nýtt Íslandsmet því hann synti einnig undir lágmarki á heimsmeistaramótið. Snorri Dagur Einarsson vann 100 metra bringusund á tímanum 1:00,67 mín. var aðeins 4/100 frá Íslandsmeti Antons Sveins McKee. Snorri Dagur synti einnig undir lágmarki á HM í sumar sem fer fram í Singapore. Ylfa Lind Kristmannsdóttir vann 50 metra baksund kvenna á tímanum 29,91 sekúndum og tryggði sér lágmark á Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í sumar. Vala Dís Cicero sigraði í 400 metra skriðsundi á tímanum 4:27,37 mín. eftir harða keppni við Freyju Birkisdóttur sem kom önnur í bakkann á tímanum 4:27,82 mín. Magnús Víðir Jónsson sigraði með yfirburðum í 400 metra skriðsundi karla á tímanum 4:08,60 mín. Sólveig Freyja Hákonardóttir sigraði í 200 metra flugsundi á tímanum 2:26,85 mín. Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 200 metra bringusundi á tímanum 2:35,26 mín. sem er góð bæting á hennar besta tíma. Guðmundur Leó Rafnsson sigraði örugglega í 200 metra baksundi á tímanum 2:02,20 mín, Guðmundur stórbætti sig í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 2:02,08 mín. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir háðu mikla keppni í æsispennandi 50 metra skriðsundi þar sem Jóhanna Elín kom fyrst í bakkann á tímanum 25,67 sekúndum. Símon Elías Statkevicius kom fyrstur í mark í 50 metra skriðsundi á nýju persónulegu meti, tíminn 22,84 sekúndur. Kvenna sveit SH kom fyrst í mark í 4x 200m skriðsundi á tímanum 8:39,67 mín en sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Katja Lilja Andryisdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Karlasveit SH vann 4x200 metra skriðsund karla á tímanum 7:41.05 mín. Þeir bættu þar með 11 ára gamalt met sveitar Fjölnis sem átti tímann 7:46,24 mín. Sveitina skipuðu þeir: Ýmir Chatenay Sölvason, Magnús Víðir Jónsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson.
Sund Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira