SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 18:15 Jakob Jóhann Sveinson er margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur en hann stýrði vinnunni á vegum Sundsambands Íslands. Getty/Adam Pretty Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Sund Akureyri Akranes Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Sjá meira
Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri.
Sund Akureyri Akranes Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Sjá meira