Rannsóknarskýrsla Alþingis

Fréttamynd

Allir nema sjálfstæðismenn hafa gengið frá tilnefningum

Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa allir flokkar að Sjálfstæðisflokki undanskildum gengið frá því hvaða þingmenn munu sitja í nefndinni sem ætlað er að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilað verður í lok janúar á nýju ári. Þau Oddný G. Harðardóttir og Magnús Orri Schram munu sitja í nefndinni fyrir hönd Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tilnefna fulltrúa í þingnefndina

Þingflokkur Hreyfingarinnar áformar að tilnefna fulltrúa í þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þrátt fyrir að allar breytingartillögur þingflokksins hafi verið felldar í atkvæðagreiðslu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lög samþykkt um þingmannanefnd

Ekki náðist samstaða á Alþingi um frumvarp forsætisnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu þegar frumvarpið var samþykkt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann"

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann.

Innlent
Fréttamynd

Fyrningu ráðherrabrota seinkað

Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd

Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót

Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs

Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti.

Innlent
Fréttamynd

Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu.

Innlent
Fréttamynd

Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað

Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Telur að forsetinn hafi eitthvað að fela

„Það er eitthvað segir manni að það sé eitthvað í þeim sem hann vill ekki að líti dagsins ljós," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að birta einungis hluta af þeim bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá honum.

Innlent
Fréttamynd

Telur það ekki hafa verið mistök að senda bréfin

Forseti Íslands segir að það hafi ekki verið mistök að senda bréf til stuðnings íslenskum fjármálafyrirtækjum á sínum tíma. Hann segir að margir hafi reynt að gera bréfin, sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar, tortryggileg.

Innlent
Fréttamynd

Bréf forsetans birt

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur birt á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send. Segir á vefsíðu forsetans að þannig vilji hann koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf séu til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur ber traust til Evu Joly

Um 67% svarenda í skoðanakönnun MMR segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Um 8,7% segjast bera lítið traust til hennar. Um 52,8% kveðst en um 15,2% segist bera lítið traust til hans.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslu rannsóknarnefdnarinnar frestað til 1.febrúar

Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008.

Innlent
Fréttamynd

Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson

Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mat geðlækna ekki aðalatriði

Óvíst er hvort þær bætur sem eyrnamerktar voru Breiðavíkurdrengjum í fjáraukalögum 2008, rúmar 120 milljónir, muni renna til fórnarlambanna óskiptar, eða hvort rannsóknarnefnd Breiðavíkurmálsins eigi að þiggja laun sín úr þeim potti. Nefndarstörf kosta nú um sextíu milljónir.

Innlent
Fréttamynd

AGS taldi álagspróf eftirlitsins strangt

Ýmsir aðilar sem fjölluðu um íslenska bankakerfið, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, töldu álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) strangt. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, um það að rannsóknarnefnd Alþingis hafi álagsprófin nú til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu

Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar.

Innlent
Fréttamynd

Leggja væntanlega til framhaldsrannsókn á bankahruninu

Rannsóknarnefnd Alþingis skilar niðurstöðum sínum um bankahrunið eftir nokkrar vikur. Í byrjun næsta mánaðar fær nefndin skýra mynd af stöðu mála og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um endanleg skil. Þá verður ár fá því að bankarnir féllu. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, telur ekki ólíklegt að gerðar verði tillögur um framhaldsrannsókn á einstökum þáttum bankahrunsins.

Innlent