AGS taldi álagspróf eftirlitsins strangt 19. september 2009 03:30 Jónas Fr. Jónsson Segir óháðan erlendan fagaðila hafa gefið FME almennt jákvæða umsögn. Ýmsir aðilar sem fjölluðu um íslenska bankakerfið, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, töldu álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) strangt. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, um það að rannsóknarnefnd Alþingis hafi álagsprófin nú til skoðunar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að danski ríkisendurskoðandinn væri á leið til landsins til að kynna rannsóknarnefndinni skýrslu sem nota ætti til grundvallar málsókn á hendur danska fjármálaeftirlitinu vegna aðgerðaleysis þess í aðdraganda falls Hróarskeldubanka. Jónas var forstjóri FME árin fyrir hrunið. Hann segir álagsprófin ekki vera heilbrigðisvottorð fyrir bankana heldur aðferð við að prófa hvernig bankar standist tiltekin áföll. Með prófinu sem hefur verið í umræðunni og var gert skömmu fyrir hrunið í fyrra hafi áhrif tiltekinna áfalla á eiginfjárstöðu bankanna verið könnuð og það hafi byggt á opinberum reglum. Álagsprófið hafi hins vegar ekki prófað lausafjárstöðu, en það hafi fyrst og fremst verið frost á lausafjármörkuðum sem orsakaði hrunið. Nú séu fjármálayfirvöld og bankar um allan heim að endurskoða regluverk sitt, meðal annars með tilliti til þessa. Jónas bendir að síðustu á að óháður erlendur fagaðili hafi skilað úttekt á framkvæmd eftirlits á Íslandi í mars og að niðurstaðan hafi almennt verið jákvæð í garð FME. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Ýmsir aðilar sem fjölluðu um íslenska bankakerfið, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, töldu álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) strangt. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, um það að rannsóknarnefnd Alþingis hafi álagsprófin nú til skoðunar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að danski ríkisendurskoðandinn væri á leið til landsins til að kynna rannsóknarnefndinni skýrslu sem nota ætti til grundvallar málsókn á hendur danska fjármálaeftirlitinu vegna aðgerðaleysis þess í aðdraganda falls Hróarskeldubanka. Jónas var forstjóri FME árin fyrir hrunið. Hann segir álagsprófin ekki vera heilbrigðisvottorð fyrir bankana heldur aðferð við að prófa hvernig bankar standist tiltekin áföll. Með prófinu sem hefur verið í umræðunni og var gert skömmu fyrir hrunið í fyrra hafi áhrif tiltekinna áfalla á eiginfjárstöðu bankanna verið könnuð og það hafi byggt á opinberum reglum. Álagsprófið hafi hins vegar ekki prófað lausafjárstöðu, en það hafi fyrst og fremst verið frost á lausafjármörkuðum sem orsakaði hrunið. Nú séu fjármálayfirvöld og bankar um allan heim að endurskoða regluverk sitt, meðal annars með tilliti til þessa. Jónas bendir að síðustu á að óháður erlendur fagaðili hafi skilað úttekt á framkvæmd eftirlits á Íslandi í mars og að niðurstaðan hafi almennt verið jákvæð í garð FME.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira