Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. desember 2009 18:38 Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira