Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir Ingimar Karl Helgason skrifar 15. desember 2009 18:40 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira