Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað Höskuldur Kári Schram skrifar 2. desember 2009 12:14 Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira