Suðurkjördæmi

Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn velja tvo nýja odd­vita í dag

Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Vill annað sætið á lista Mið­flokksins

Heiðbrá Ólafsdóttir, formaður Miðflokksdeildar Rangárþings, hefur tilkynnt að hún sækist eftir öðru sæti á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Kolbeinn hyggst ekki þiggja fjórða sætið í Suðurkjördæmi

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista í Suðurkjördæmi. Kolbeinn sóttist eftir því að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu í næstu kosningum en lenti í fjórða sæti í forvalinu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi liggur fyrir

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, og Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum, leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn þar sem fyrsti listi flokksins er kynntur í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn fyrir fólk eins og þig

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Suðurkjördæmi hvetur þig til að hafa áhrif. Þann 19. júní næstkomandi er prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi en þar geta félagsmenn kosið um fyrstu fimm sætin og þar með valið það fólk sem það treystir til þjónustu fyrir landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Þjónandi forysta

Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Odd­ný og Viktor leiða lista Sam­fylkingarinnar í Suður­kjör­dæmi

Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun munu leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Framboðslistinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Menntun í heima­byggð

Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Líkur á því að karl­maður verði færður upp lista VG

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar í haust. Frá þessu greinir Páll í stöðuuppfærslu nú síðdegis þar sem hann segir áhugann hafa dofnað eftir fimm ár á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Yfir og allt um kring

Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfum fjólunni að blómstra

Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Hraust­leg endur­nýjun“ á lista Pírata

Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisslys í uppsiglingu

Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur.

Skoðun
Fréttamynd

Fokk fátækt!

Skilgreining fátæktar er að viðkomandi líði efnahagslegan skort. Fátækt er í raun gríðarleg skerðing á tækifærum, að hafa miklu færri tækifæri og möguleika en aðrir, tækifæri til áhugamála, félagsskapar, afþreyingar og jafnvel menntunar.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera vitur eftir á

Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld.

Innlent