Oddvitaáskorunin: Hlustar mikið á rapp með sonum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 21:02 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hólmfríður Árnadóttir leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. Hólmfríður er menntunarfræðingur og skólastjóri í Sandgerðisskóla. Hólmfríður er fimm barna móðir og á eitt barnabarn. Hún býr í Sandgerði með manninum sínum, tveimur sonum og hundinum Vígi en hin þrjú börnin eru uppkomin. „Ég hef alltaf verið mikill jafnréttis- og umhverfissinni, bullandi femínisti og brunnið fyrir félagslegu réttlæti. Það er mitt hjartans mál að stuðla að auknum réttindum þeirra sem á hallar, við eigum öll tilverurétt á eigin forsendum. Við þurfum líka öll að fá tækifæri til að rækta hæfileikana okkar og vinna að eigin áhugamálum, þannig vöxum við sem einstaklingar og þjóð. Menntamálin standa mér næst, þar má gera margar góðar breytingar og við þurfum eiginlega að taka þau mál föstum tökum einmitt út frá gildum VG.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég kolfallin fyrir Reykjanesinu og þá svæðinu við Gunnuhver og Reykjanesvita og í raun svæðinu öllu að Krýsuvíkurhrauni. Hvað færðu þér í bragðaref? Rjómaís, kókosbollu og jarðarber mikið af báðu! Ég er frekar vanaföst og alls ekki fyrir að taka áhættu hvað ís varðar. Uppáhalds bók? Kona við 1000 gráður er svakalega góð svo hafði Ronja ræningjadóttir mikil áhrif á mig sem barn og ég les hana reglulega sem og aðrar barnabækur enda þær fyrir börn á öllum aldri. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hlusta dálítið á rapp sem sonum mínum finnst æði og verða að viðurkenna ég kann texta við þau mörg... núna er það Múlala með Daniil og það er örugglega ekki hipp og kúl að kunna alla þessa dóp og kvenfyrirlitningatexta sem oft rata í rapptexta en ætli ég hafi ekki skammast mín smá við að geta sungið með Blas Roca „allir eru að fá sér“. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Akureyri, elskana en er samt kolfallin fyrir Suðurnesjum og þar á ég heima, er meira að segja farin að segja heim þegar ég tala um Sandgerði rúmum fimm árum eftir að ég flutti suður! Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég hef alltaf lesið mikið en toppaði mig í Covid en annars fór ég bara í framboð og sinnti því ásamt vinnu og fjölskyldu. Hvað tekur þú í bekk? Örugglega bara stöngina, hef aldrei verið mikið fyrir lyftingar og er skammarlega handaum. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf mitt fyrsta verk á morgnana, ég borða nefnilega ekki morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skólastjórastarfið er æði, það er í raun besta starfið sem ég hef sinnt en mig hefur líka alltaf langað að fara í doktorsnám og verða prófessor. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Mig langar að segja ekkert því suma er erfitt að fá á sitt band en ætli ég myndi ekki reyna mitt besta til að eiga samtal um hvað betur mætti fara hvað varðar lýðræði, kvenfrelsi og friðarhyggju. Uppáhalds tónlistarmaður? Björk, elskana! Adele er reyndar líka æði og Bubbi já. Besti fimmaurabrandarinn? „Hún er geðveikt góð, það er ekki fyrr en á síðustu blaðsíðu sem það kemur í ljós að það er þjónninn sem er morðinginn!“ nota hann of oft þegar ég er spurð um hvernig þessi eða hin bókin er... hann er stolinn úr einhverri mynd og ótrúlega glataður sérstaklega af því ég nota hann oft. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég fékk rautt naglalakk sem endaði á hvítu glænýju peysunni minni, mistókst ítrekað að naglalakka mig vel og nuddaði mistökunum í peysuna sem þoldi það illa. Það liðu mörg ár þar til ég fékk naglalakk aftur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Katrín Jakobsdóttir í dag en hér áður var það Jóhanna Sigurðardóttir hún er svo kúl! Og svo allar kvenréttindakonurnar áður fyrr sem við eigum svo óendanlega margt að þakka. Besta íslenska Eurovision-lagið? Burtu með fordóma með Pollapönk – langbest, verst að þau skilaboð hafa bara lítið skilað sér til okkar. Besta frí sem þú hefur farið í? Útilegurnar eru margar góðar. Ætli ég sakni þess ekki að finna skjólgott tjaldsvæði og setjast út með góða bók meðan strákarnir dunda sér í veiði eða golfi. Það er eitthvað við það að sitja úti í náttúrunni og bara vera til. Uppáhalds þynnkumatur? Ég verð nánast aldrei þunn, hvorki drekk það oft né mikið en mig langar oft í franskar og kokteilsósu eftir lítinn svefn. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni, er alltaf á leiðinni aftur! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður en elskaði Stelpurnar og uppáhalds atriðin voru breska fjölskyldan með Brynhildi Guðjóns, snilldar þættir! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Úff voru nú fá uppátækin er því miður lítið uppátækjasöm en sjálfsagt þegar við vinkonurnar skrópuðum í stærðfræði til að fá okkur franskar á Kjúklingastaðnum sem varð til þess að ég féll í stærðfræði og þyngdist ískyggilega um tíma. Rómantískasta uppátækið? Er ekki vitundarögn rómantísk því miður en það sem kemst næst því er kannski þegar ég kaupi uppáhalds nammið handa manninum mínum og leyfi honum að velja mynd? Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Hólmfríður Árnadóttir leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. Hólmfríður er menntunarfræðingur og skólastjóri í Sandgerðisskóla. Hólmfríður er fimm barna móðir og á eitt barnabarn. Hún býr í Sandgerði með manninum sínum, tveimur sonum og hundinum Vígi en hin þrjú börnin eru uppkomin. „Ég hef alltaf verið mikill jafnréttis- og umhverfissinni, bullandi femínisti og brunnið fyrir félagslegu réttlæti. Það er mitt hjartans mál að stuðla að auknum réttindum þeirra sem á hallar, við eigum öll tilverurétt á eigin forsendum. Við þurfum líka öll að fá tækifæri til að rækta hæfileikana okkar og vinna að eigin áhugamálum, þannig vöxum við sem einstaklingar og þjóð. Menntamálin standa mér næst, þar má gera margar góðar breytingar og við þurfum eiginlega að taka þau mál föstum tökum einmitt út frá gildum VG.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég kolfallin fyrir Reykjanesinu og þá svæðinu við Gunnuhver og Reykjanesvita og í raun svæðinu öllu að Krýsuvíkurhrauni. Hvað færðu þér í bragðaref? Rjómaís, kókosbollu og jarðarber mikið af báðu! Ég er frekar vanaföst og alls ekki fyrir að taka áhættu hvað ís varðar. Uppáhalds bók? Kona við 1000 gráður er svakalega góð svo hafði Ronja ræningjadóttir mikil áhrif á mig sem barn og ég les hana reglulega sem og aðrar barnabækur enda þær fyrir börn á öllum aldri. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hlusta dálítið á rapp sem sonum mínum finnst æði og verða að viðurkenna ég kann texta við þau mörg... núna er það Múlala með Daniil og það er örugglega ekki hipp og kúl að kunna alla þessa dóp og kvenfyrirlitningatexta sem oft rata í rapptexta en ætli ég hafi ekki skammast mín smá við að geta sungið með Blas Roca „allir eru að fá sér“. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Akureyri, elskana en er samt kolfallin fyrir Suðurnesjum og þar á ég heima, er meira að segja farin að segja heim þegar ég tala um Sandgerði rúmum fimm árum eftir að ég flutti suður! Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég hef alltaf lesið mikið en toppaði mig í Covid en annars fór ég bara í framboð og sinnti því ásamt vinnu og fjölskyldu. Hvað tekur þú í bekk? Örugglega bara stöngina, hef aldrei verið mikið fyrir lyftingar og er skammarlega handaum. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf mitt fyrsta verk á morgnana, ég borða nefnilega ekki morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Skólastjórastarfið er æði, það er í raun besta starfið sem ég hef sinnt en mig hefur líka alltaf langað að fara í doktorsnám og verða prófessor. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Mig langar að segja ekkert því suma er erfitt að fá á sitt band en ætli ég myndi ekki reyna mitt besta til að eiga samtal um hvað betur mætti fara hvað varðar lýðræði, kvenfrelsi og friðarhyggju. Uppáhalds tónlistarmaður? Björk, elskana! Adele er reyndar líka æði og Bubbi já. Besti fimmaurabrandarinn? „Hún er geðveikt góð, það er ekki fyrr en á síðustu blaðsíðu sem það kemur í ljós að það er þjónninn sem er morðinginn!“ nota hann of oft þegar ég er spurð um hvernig þessi eða hin bókin er... hann er stolinn úr einhverri mynd og ótrúlega glataður sérstaklega af því ég nota hann oft. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég fékk rautt naglalakk sem endaði á hvítu glænýju peysunni minni, mistókst ítrekað að naglalakka mig vel og nuddaði mistökunum í peysuna sem þoldi það illa. Það liðu mörg ár þar til ég fékk naglalakk aftur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Katrín Jakobsdóttir í dag en hér áður var það Jóhanna Sigurðardóttir hún er svo kúl! Og svo allar kvenréttindakonurnar áður fyrr sem við eigum svo óendanlega margt að þakka. Besta íslenska Eurovision-lagið? Burtu með fordóma með Pollapönk – langbest, verst að þau skilaboð hafa bara lítið skilað sér til okkar. Besta frí sem þú hefur farið í? Útilegurnar eru margar góðar. Ætli ég sakni þess ekki að finna skjólgott tjaldsvæði og setjast út með góða bók meðan strákarnir dunda sér í veiði eða golfi. Það er eitthvað við það að sitja úti í náttúrunni og bara vera til. Uppáhalds þynnkumatur? Ég verð nánast aldrei þunn, hvorki drekk það oft né mikið en mig langar oft í franskar og kokteilsósu eftir lítinn svefn. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni, er alltaf á leiðinni aftur! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður en elskaði Stelpurnar og uppáhalds atriðin voru breska fjölskyldan með Brynhildi Guðjóns, snilldar þættir! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Úff voru nú fá uppátækin er því miður lítið uppátækjasöm en sjálfsagt þegar við vinkonurnar skrópuðum í stærðfræði til að fá okkur franskar á Kjúklingastaðnum sem varð til þess að ég féll í stærðfræði og þyngdist ískyggilega um tíma. Rómantískasta uppátækið? Er ekki vitundarögn rómantísk því miður en það sem kemst næst því er kannski þegar ég kaupi uppáhalds nammið handa manninum mínum og leyfi honum að velja mynd?
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira