Innlent

Silja Dögg í heiðurs­sæti Fram­sóknar í Suður­kjör­dæmi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir er á leið út af þingi.
Silja Dögg Gunnarsdóttir er á leið út af þingi. vísir/vilhelm

Silja Dögg Gunnars­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, situr í neðsta sæti á lista flokksins í Suður­kjör­dæmi fyrir komandi þing­kosningar. Neðsta sæti fram­boðs­lista er iðu­lega kallað heiðurs­sæti.

Silja var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu þing­kosningar og sóttist eftir að halda þeirri stöðu sinni fyrir þær næstu í próf­kjöri Fram­sóknar­flokksins í Suður­kjör­dæmi sem fór fram síðustu helgi.

Sjá einnig: Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil.

Sigurður Ingi Jóhanns­son fékk þar kosningu í fyrsta sætið og Jóhann Frið­rik Frið­riks­son í annað. Silja Dögg hafnaði í þriðja sæti í próf­kjörinu en hún gaf það þá út að hún myndi ekki þiggja það.

Hún hefur þó greinilega þegið heiðurs­sæti listans, sem var sam­þykktur á fundi kjör­dæmis­þings í dag:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur

2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ

3. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg

4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ

5. Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjar

6. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Hornafjörður

7. Lilja Einarsdóttir, Rangárþing eystra

8. Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppur

9. Stefán Geirsson, Flóahreppur

10. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Rangárþing ytra

11. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Mýrdalshreppur

12. Inga Jara Jónsdóttir, Árborg

13. Anton Kristinn Guðmundsson, Suðurnesjabær

14. Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppur

15. Gunnhildur Imsland, Hornafjörður

16. Jón Gautason, Árborg

17. Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesbær

18. Haraldur Einarsson, Flóahreppur

19. Páll Jóhann Pálsson, Grindavík

20. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×