Frítt fyrir börnin Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun