Leikhús

Fréttamynd

Óperu­draugurinn hefur sungið sitt síðasta

Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. 

Menning
Fréttamynd

Árni Tryggva allur

Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins.

Menning
Fréttamynd

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.

Menning
Fréttamynd

Leið eins og kráku í fjársjóðsleit

Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Lífið
Fréttamynd

Racial Stereotypes in the Icelandic Opera

The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates.

Skoðun
Fréttamynd

Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins

Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Lífið
Fréttamynd

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út

Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Lífið
Fréttamynd

Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“

„Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið.

Lífið
Fréttamynd

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt

„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

Menning
Fréttamynd

„Ég kann ekkert að vera einhleypur“

„Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu.  

Lífið
Fréttamynd

Stæri­læti gætu hafa valdið vand­ræðunum

Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar.

Menning
Fréttamynd

Stöðva þurfti frum­sýningu á Macbeth

Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Menning