Leikhús Myndaveisla: Júlía Margrét frumsýndi Guð leitar að Salóme Rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir frumsýndi verk sitt Guð leitar að Salóme á Sögulofti Landnámssetursins á laugardaginn. Lífið 18.4.2023 12:00 Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17.4.2023 14:51 Árni Tryggva allur Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins. Menning 14.4.2023 13:17 Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Menning 13.4.2023 06:01 Leið eins og kráku í fjársjóðsleit Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna. Lífið samstarf 4.4.2023 12:52 Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. Lífið 28.3.2023 07:01 „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 22.3.2023 07:30 Fór hörðum orðum um vandræðalegt viðtal: „Þetta er mjög leiðinleg stétt“ Jakob Birgisson grínisti og reglulegur álitsgjafi í Íslandi í dag sparar ekki stóru orðin um það sem honum finnst vera „leiðinleg stétt“, leikarar. Viðtal við Hugh Grant á Óskarsverðlaununum renni sérstaklega stoðum undir þá staðreynd. Innlent 19.3.2023 09:01 „Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“ „Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. Lífið 16.3.2023 10:35 Verður ekki með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu Madama Butterfly Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem leikur í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu verksins á laugardaginn - hárkollu og augnmálningu sem séu til þess fallin að líkja eftir kynþætti. „Aldrei aftur“. Lífið 10.3.2023 08:53 Racial Stereotypes in the Icelandic Opera The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates. Skoðun 9.3.2023 07:31 Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. Lífið 8.3.2023 12:09 Setja upp söngleik um tónlist Sálarinnar: „Elska gamla tónlist“ Söngleikur Verzlinga að þessu sinni fjallar um tónlist hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns Míns. Lífið 7.3.2023 10:30 Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu. Lífið samstarf 6.3.2023 15:03 Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Lífið 3.3.2023 14:37 „Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. Innlent 25.2.2023 16:07 „Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni. Lífið 25.2.2023 09:59 Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. Lífið 10.2.2023 08:01 Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Lífið 9.2.2023 15:18 Aðdáendur agndofa á frumsýningu Hringrásar Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir frumsýndi um helgina verkið Hringrás. Lífið 8.2.2023 12:31 Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Lífið 3.2.2023 06:00 Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30.1.2023 15:03 Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt „Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás. Menning 30.1.2023 12:00 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. Atvinnulíf 28.1.2023 10:01 Gott fólk: Hugsar um það daglega hversu heppinn hann er Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 24.1.2023 13:01 „Ég kann ekkert að vera einhleypur“ „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. Lífið 23.1.2023 12:53 Myndaveisla: Gísli frumsýndi Ferðabókina í Landnámssetrinu Húsfylli var á Landnámssetri Íslands í Borgarnesi á laugardaginn þegar Gísli Einarsson fyllti Söguloftið í tvígang sama dag. Menning 17.1.2023 10:00 Myndaveisla frá dularfullu frumsýningarkvöldi Macbeth Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sýningin Macbeth var frumsýnd fyrir fullu húsi. Eins og fram hefur komið á Vísi gerðust dularfullir atburðir á sýningunni, enda var óhappadagurinn sjálfur, föstudagurinn þrettándi. Lífið 16.1.2023 16:31 Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. Menning 14.1.2023 23:05 Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. Menning 14.1.2023 11:59 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 27 ›
Myndaveisla: Júlía Margrét frumsýndi Guð leitar að Salóme Rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir frumsýndi verk sitt Guð leitar að Salóme á Sögulofti Landnámssetursins á laugardaginn. Lífið 18.4.2023 12:00
Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17.4.2023 14:51
Árni Tryggva allur Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins. Menning 14.4.2023 13:17
Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Menning 13.4.2023 06:01
Leið eins og kráku í fjársjóðsleit Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna. Lífið samstarf 4.4.2023 12:52
Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. Lífið 28.3.2023 07:01
„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 22.3.2023 07:30
Fór hörðum orðum um vandræðalegt viðtal: „Þetta er mjög leiðinleg stétt“ Jakob Birgisson grínisti og reglulegur álitsgjafi í Íslandi í dag sparar ekki stóru orðin um það sem honum finnst vera „leiðinleg stétt“, leikarar. Viðtal við Hugh Grant á Óskarsverðlaununum renni sérstaklega stoðum undir þá staðreynd. Innlent 19.3.2023 09:01
„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“ „Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. Lífið 16.3.2023 10:35
Verður ekki með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu Madama Butterfly Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem leikur í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu verksins á laugardaginn - hárkollu og augnmálningu sem séu til þess fallin að líkja eftir kynþætti. „Aldrei aftur“. Lífið 10.3.2023 08:53
Racial Stereotypes in the Icelandic Opera The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates. Skoðun 9.3.2023 07:31
Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. Lífið 8.3.2023 12:09
Setja upp söngleik um tónlist Sálarinnar: „Elska gamla tónlist“ Söngleikur Verzlinga að þessu sinni fjallar um tónlist hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns Míns. Lífið 7.3.2023 10:30
Ævintýraleg leikhúsveisla á frumsýningu Draumaþjófsins Draumaþjófurinn, nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikritið er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem 16 leikarar, 12 börn og þriggja manna hljómsveit tekur þátt, ásamt því að risabrúður sem eiga sér varla hliðstæðu í íslensku leikhúsi munu lifna við á sviðinu. Lífið samstarf 6.3.2023 15:03
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Lífið 3.3.2023 14:37
„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. Innlent 25.2.2023 16:07
„Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni. Lífið 25.2.2023 09:59
Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. Lífið 10.2.2023 08:01
Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Lífið 9.2.2023 15:18
Aðdáendur agndofa á frumsýningu Hringrásar Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir frumsýndi um helgina verkið Hringrás. Lífið 8.2.2023 12:31
Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Lífið 3.2.2023 06:00
Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30.1.2023 15:03
Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt „Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás. Menning 30.1.2023 12:00
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. Atvinnulíf 28.1.2023 10:01
Gott fólk: Hugsar um það daglega hversu heppinn hann er Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 24.1.2023 13:01
„Ég kann ekkert að vera einhleypur“ „Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu. Lífið 23.1.2023 12:53
Myndaveisla: Gísli frumsýndi Ferðabókina í Landnámssetrinu Húsfylli var á Landnámssetri Íslands í Borgarnesi á laugardaginn þegar Gísli Einarsson fyllti Söguloftið í tvígang sama dag. Menning 17.1.2023 10:00
Myndaveisla frá dularfullu frumsýningarkvöldi Macbeth Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sýningin Macbeth var frumsýnd fyrir fullu húsi. Eins og fram hefur komið á Vísi gerðust dularfullir atburðir á sýningunni, enda var óhappadagurinn sjálfur, föstudagurinn þrettándi. Lífið 16.1.2023 16:31
Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. Menning 14.1.2023 23:05
Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. Menning 14.1.2023 11:59