250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. desember 2024 15:40 Leikhópurinn alsæll eftir sýninguna. Einn þekktasti söngleikur landsins um Ellý var sýndur í 250. sinn í Borgarleikhúsinu um helgina. Að sögn aðstandenda sýningarinnar var gríðarleg stemning. „Saga Ellyjar var næstum glötuð um alla eilífð. Það að hafa gefið henni líf á sviðinu 250 sinnum sýnir okkur hversu mikilvæg hún er okkur öllum. Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og annar af höfundum söngleiksins. Söngleikurinn, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslandssögunnar, var frumsýndur 18. mars 2017 og gekk fyrir fullu húsi í rúm tvö ár þar til sýningum var hætt. Vegna fjölda áskorana sneri Elly aftur í takmarkaðan tíma í haust og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan. Nú hafa um 119 þúsund áhorfendur séð þessa rómuðu sýningu og er hún því mest sótta sýning landsins á eftir Níu lífum. Alltaf jafn yndislegt að leika hana Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna og Vilhjálm Vilhjálmsson í sýningunni og segir einstaklega gaman að fá annað tækifæri til að leika í þessari dásamlegu sýningu „mér leið eins og við hefðum gert hana í fyrra en ekki fyrir fimm árum síðan. Ég held að sýningin hafi dýpkað og þroskast og svo erum við líka búin að bæta nokkrum lögum inn í sýninguna til að poppa þetta aðeins upp fyrir jólin“. Katrín Halldóra, sem leikur sjálfa Elly, segir að það sé alltaf jafn yndislegt að leika þessa mögnuðu konu. „Það er búið að vera engu líkt að túlka Elly á ný og fá áhorfendur með okkur í ferðalagið um sögu hennar. Sýningin hefur breyst, hún er orðin þroskaðri og ég finn svo sterkt hvað hún á enn mikið erindi, þvert á kynslóðir sem koma og heillast af sögu Ellyjar. Það voru miklar tilfinningar hjá leikhópnum og hljómsveitinni að lokinni 250. sýningunni eins og sjá má í myndbandi frá Borgarleikhúsinu sem tekið var upp af þessu tilefni. Söngleikurinn Elly er sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins en áætlað er að sýningum ljúki snemma á nýju ári. Nú í desember verður sérstök jólastemning en ný syrpa jólalaga er tímabundið komin inn í sýninguna. Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Saga Ellyjar var næstum glötuð um alla eilífð. Það að hafa gefið henni líf á sviðinu 250 sinnum sýnir okkur hversu mikilvæg hún er okkur öllum. Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og annar af höfundum söngleiksins. Söngleikurinn, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslandssögunnar, var frumsýndur 18. mars 2017 og gekk fyrir fullu húsi í rúm tvö ár þar til sýningum var hætt. Vegna fjölda áskorana sneri Elly aftur í takmarkaðan tíma í haust og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan. Nú hafa um 119 þúsund áhorfendur séð þessa rómuðu sýningu og er hún því mest sótta sýning landsins á eftir Níu lífum. Alltaf jafn yndislegt að leika hana Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna og Vilhjálm Vilhjálmsson í sýningunni og segir einstaklega gaman að fá annað tækifæri til að leika í þessari dásamlegu sýningu „mér leið eins og við hefðum gert hana í fyrra en ekki fyrir fimm árum síðan. Ég held að sýningin hafi dýpkað og þroskast og svo erum við líka búin að bæta nokkrum lögum inn í sýninguna til að poppa þetta aðeins upp fyrir jólin“. Katrín Halldóra, sem leikur sjálfa Elly, segir að það sé alltaf jafn yndislegt að leika þessa mögnuðu konu. „Það er búið að vera engu líkt að túlka Elly á ný og fá áhorfendur með okkur í ferðalagið um sögu hennar. Sýningin hefur breyst, hún er orðin þroskaðri og ég finn svo sterkt hvað hún á enn mikið erindi, þvert á kynslóðir sem koma og heillast af sögu Ellyjar. Það voru miklar tilfinningar hjá leikhópnum og hljómsveitinni að lokinni 250. sýningunni eins og sjá má í myndbandi frá Borgarleikhúsinu sem tekið var upp af þessu tilefni. Söngleikurinn Elly er sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins en áætlað er að sýningum ljúki snemma á nýju ári. Nú í desember verður sérstök jólastemning en ný syrpa jólalaga er tímabundið komin inn í sýninguna.
Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“