Efnahagsmál

Fréttamynd

Ungir kaup­endur ekki verið færri frá 2014

Á fasteignamarkaði voru umsvif á fyrsta ársfjórðungi áþekk því sem þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ungum kaupendum hefur þó samkvæmt skýrslunni fækkað á þessu tímabili úr 685 í 394. Þeir hafa nær aldrei verið færri á einum ársfjórðungi frá árinu 2014.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég held að þú þurfir ný gler­augu“

Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­hjálp í kapp­hlaupi við tímann

Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Birta nýja á­kvörðun um stýrivexti í dag

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendir í dag frá sér sína reglulegu yfirlýsingu, meðal annars um hvernig vextir verði hér á landi á næstunni. Yfirlýsingin verður send út klukkan hálfníu og í framhaldinu fer fram kynning á stöðu mála í seðlabankanum auk þess sem ritið Peningamál kemur út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá ó­breyttum stýri­vöxtum

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofurtollarnir lækkaðir tíma­bundið

Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erum komin „á enda­stöð“ í að fara leið krónutölu­hækkana við kjara­samninga

Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári.

Innherji
Fréttamynd

Lítill vöxtur milli ára hjá at­vinnu­fyrir­tækjum og þrýstingur á fram­legð

Samanlagður hagnaður 24 félaga á Aðalmarkaði í Kauphöllinni minnkaði lítillega á liðnu fjárhagsári og var arðsemi eigin fjár aðeins rétt yfir meginvöxtum Seðlabankans á tímabilinu, samkvæmt greiningu Jóns Gunnars Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Bankasýslunnar, á afkomu fyrirtækjanna. Sé aðeins litið til skráðra atvinnufyrirtækja þá sýna niðurstöður uppgjöra félaganna hverfandi tekjuvöxt milli ára á sama tíma og það er þrýstingur á framlegð hjá þeim.

Umræðan
Fréttamynd

Sólon lokað vegna gjald­þrots

Veitingahúsið Sólon er hætt starfsemi. Þórir Jóhannsson sem átti staðinn segir félagið sem hafi rekið veitingastaðinn hafa farið í gjaldþrot fyrir um tveimur mánuðum. Hann hafi reynt að halda starfseminni gangandi en ekki náð samkomulagi við húseigendur um framhald á rekstri í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

AGS: Spenna í milli­ríkja­við­skiptum og banda­rískir tollar gætu haft á­hrif á Ís­landi

Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bíða með að selja í­búðir frekar en að lækka verðið

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.

Innlent
Fréttamynd

„Á­gæt á­bending“ um bóta­þega en tekur ekki undir allar at­huga­semdir fjármálaráðs

Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­málaráð segir að bóta­þegum verði „gert hærra undir höfði“ en launa­fólki

Áform ríkisstjórnarinnar um að láta bætur til örorku- og ellilífeyrisþega fylgja launavísitölu, samt þannig að tryggt sé að þær hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs, felur í sér grundvallarbreytingu frá núverandi kerfi og þýðir að „bótaþegum er gert hærra undir höfði“ en launafólki, að mati fjármálaráðs, og varar við áhrifunum á sjálfbærni opinberra fjármála til framtíðar. Samkvæmt nýlega framlagðri fjármálaáætlun mun kostnaður vegna hins nýja örorkulífeyriskerfis nema um átján milljörðum króna á ársgrundvelli.

Innherji
Fréttamynd

Þegar mælingin blindar

Það sem Drucker hefði kannski átt að segja, eða við að hafa ranglega eftir honum, er að: Ef þú skilur ekki hvað þú ert að mæla, þá getur þú ekki stýrt því. Gallaður mælikvarði er ekki betri en enginn mælikvarði heldur getur hann einmitt leitt til þess að fyrirtæki og samfélag fari í þveröfuga átt en þau hefðu betur farið til að tryggja framþróun og árangur.

Umræðan
Fréttamynd

Rétt að skoða hvort af­nema eigi í­þyngjandi skattaábyrgð hjóna

Sérfræðingur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega tveggja milljarða af­gangur á Akur­eyri

Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og nokkru hærri tekjur, höfðu jákvæð áhrif. Niðurstaðan er jákvæð um rúma tvo milljarða króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Skýr skila­boð“ Ís­lands og skilningur ESB en engar tryggingar

Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á samsköttun hafi mest á­hrif á tekjuháa karla yfir fer­tugu

Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Hita­stigið í hag­kerfinu hærra en áður var talið

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný.

Viðskipti innlent