Lögreglumál

Fréttamynd

„Ég buffa þig og þennan drulludela“

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal ann­ars með því að hafa stolið bens­ín­lykli og notað hann án heim­ild­ar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Þrír hand­teknir af sér­sveit í morguns­árið

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Komst undan lögreglu á hlaupum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætluðu í gærkvöldi að hafa afskipti af ökumanni bíls í miðbænum. Sá komst undan lögreglu en bíllinn fannst mannlaus í lausagangi. Vegfarandi benti lögreglu á að ökumaðurinn hefði hlaupið inn í garð þar skammt frá og komist undan.

Innlent
Fréttamynd

Borgari elti uppi stút á stolnum bíl

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi ganga á milli bíla og reyna að komast inn í þá. Svo fór að hann komst inn í bíl einn og ók af stað, þrátt fyrir ástand sitt. Sá sem tilkynnti elti manninn þar til lögregla náði að stöðva för hans.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“

Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður

Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný á­kæra í hryðju­verka­málinu

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Manni og barni haldið í Leifs­stöð í þrjá­tíu tíma

Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slags­mál og ölvunar­akstur í nótt

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Innlent
Fréttamynd

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda.

Innlent