„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 07:02 Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér keyra inn í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur
Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira