Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 12:53 Prófessor í heimskautarétti varar stjórnvöld við því að taka ummælum Trumps um Grænlands af léttúð. Getty/Johnstone Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19