Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. júlí 2023 18:04 Ása Skúladóttir og systur hennar hafa hrundið af stað hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. „Við systurnar höfum staðið til hliðar við og horft á það sem pabbi okkar hefur þurft að ganga í gegnum. Við getum ekki staðið hjá lengur. Ofbeldið þrífst í þögninni og eina leiðin sem við sjáum okkur færa er að varpa ljósi á það,“ segir Ása Skúladóttir, ein þriggja dætra Skúla Einarssonar sem stjórna hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og talskona þeirra. Hlaðvarpið fjallar um fæðardeiluna á Lambeyrum í Dölum sem þær segja ekki síður dramatíska en sjálfa Laxdælu. Deilan hefur staðið yfir í meira en áratug og að sögn Ásu fer hún síversnandi. Síðasta ár hafi til að mynda verið það versta hingað til. „Þetta er farið að liggja svo rosalega þungt á fjölskyldunni því það eru skemmdarverk í næstum hverjum einasta mánuði,“ segir Ása. Deilur um erfðajörð Sagan byrjar þegar Einar Valdimar Ólafsson, bóndi á Lambeyrum og afi systranna, deyr í nóvember árið 2007. Ása var þá aðeins tvítug og segist ekki hafa áttað sig á hvað væri í uppsiglingu. „Í guðanna bænum farið þið ekki að láta erfðamálin valda einhverjum deilum,“ var það síðasta sem hún heyrði afa sinn segja. Henni fannst þetta afar skrýtið í ljósi þess að allir í ættinni hafi verið svo góðir vinir. Greinilega hafi verið eitthvað undirliggjandi sem gamli maðurinn vissi um. Lambeyrar í Dölum sem deilurnar hafa staðið um.Lömbin þagna ekki Eftir að Einar dó hafa verið harðar deilur á milli barna hans, einkum Daða Einarssonar föður Ásmundar Einars, Valdimars, Skúla og Svanborgar en alls eru systkinin átta. Deilurnar hafa meðal annars ratað inn á borð dómstóla og lögregla hefur verið kölluð til. Í nokkur skipti hefur verið fjallað um deilurnar í fjölmiðlum. Meðal sagði Stundin frá því að Ásmundur Einar hefði verið staðinn að innbroti í útihús. RÚV greindi frá skaðabótamáli fyrir dómstólum þar sem félag í eigu Daða krafði Svanborgu um skaðabætur fyrir að dreifa skít á tún. „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Ása segir að klipptar hafi verið niður næstum fimm kílómetrar af girðingum, stórvirkar vinnuvélar notaðar til að grafa upp vatnsveitu og tuttugu hektarar af túni eyðilagðir. Í eitt skiptið hafi faðir hennar stokkið ofan í skurð til að reyna að stöðva vinnuvélar frá skemmdarverkum. „Ekki sjéns,“ segir Ása aðspurð um hvort að hún sjái fram á sættir. „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei. Þetta snýst ekki um að ná sáttum lengur heldur að ef fólk sé ósátt þá fari það lagalegu leiðina. Ekki beita ofbeldi, þvingunum og lygum.“ Bætist sífellt í sarpinn Aðspurð um hvers vegna þær segi sögu fjölskyldunnar í hlaðvarpi segir Ása málið vera stórt og flókið. Þeim fannst ólíklegt að fréttamenn gætu fjallað nægilega ítarlega um málið og nauðsynlegt sé. „Okkur langaði líka að segja okkar persónulegu sögu og lýsa því hvaða áhrif það hefur að búa við svona ástand,“ segir Ása. Systurnar hafa þegar tekið upp fjóra þætti og Ása segir að aðeins hálf sagan sé komin inn á band. Þá séu einnig sífellt ný mál að koma upp þannig að hægt er að bæta við þáttum. Á meðan enga hjálp sé að fá frá lögreglunni til að skerast í leikinn þá neyðist þær til að gera þetta. Það sé ekkert gaman að viðra óhreina þvott fjölskyldunnar en hugsanlega verði þetta til þess að lægja öldurnar. Fyrsta þáttinn má heyra hér. Dalabyggð Dómsmál Lögreglumál Fjölmiðlar Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
„Við systurnar höfum staðið til hliðar við og horft á það sem pabbi okkar hefur þurft að ganga í gegnum. Við getum ekki staðið hjá lengur. Ofbeldið þrífst í þögninni og eina leiðin sem við sjáum okkur færa er að varpa ljósi á það,“ segir Ása Skúladóttir, ein þriggja dætra Skúla Einarssonar sem stjórna hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og talskona þeirra. Hlaðvarpið fjallar um fæðardeiluna á Lambeyrum í Dölum sem þær segja ekki síður dramatíska en sjálfa Laxdælu. Deilan hefur staðið yfir í meira en áratug og að sögn Ásu fer hún síversnandi. Síðasta ár hafi til að mynda verið það versta hingað til. „Þetta er farið að liggja svo rosalega þungt á fjölskyldunni því það eru skemmdarverk í næstum hverjum einasta mánuði,“ segir Ása. Deilur um erfðajörð Sagan byrjar þegar Einar Valdimar Ólafsson, bóndi á Lambeyrum og afi systranna, deyr í nóvember árið 2007. Ása var þá aðeins tvítug og segist ekki hafa áttað sig á hvað væri í uppsiglingu. „Í guðanna bænum farið þið ekki að láta erfðamálin valda einhverjum deilum,“ var það síðasta sem hún heyrði afa sinn segja. Henni fannst þetta afar skrýtið í ljósi þess að allir í ættinni hafi verið svo góðir vinir. Greinilega hafi verið eitthvað undirliggjandi sem gamli maðurinn vissi um. Lambeyrar í Dölum sem deilurnar hafa staðið um.Lömbin þagna ekki Eftir að Einar dó hafa verið harðar deilur á milli barna hans, einkum Daða Einarssonar föður Ásmundar Einars, Valdimars, Skúla og Svanborgar en alls eru systkinin átta. Deilurnar hafa meðal annars ratað inn á borð dómstóla og lögregla hefur verið kölluð til. Í nokkur skipti hefur verið fjallað um deilurnar í fjölmiðlum. Meðal sagði Stundin frá því að Ásmundur Einar hefði verið staðinn að innbroti í útihús. RÚV greindi frá skaðabótamáli fyrir dómstólum þar sem félag í eigu Daða krafði Svanborgu um skaðabætur fyrir að dreifa skít á tún. „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Ása segir að klipptar hafi verið niður næstum fimm kílómetrar af girðingum, stórvirkar vinnuvélar notaðar til að grafa upp vatnsveitu og tuttugu hektarar af túni eyðilagðir. Í eitt skiptið hafi faðir hennar stokkið ofan í skurð til að reyna að stöðva vinnuvélar frá skemmdarverkum. „Ekki sjéns,“ segir Ása aðspurð um hvort að hún sjái fram á sættir. „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei. Þetta snýst ekki um að ná sáttum lengur heldur að ef fólk sé ósátt þá fari það lagalegu leiðina. Ekki beita ofbeldi, þvingunum og lygum.“ Bætist sífellt í sarpinn Aðspurð um hvers vegna þær segi sögu fjölskyldunnar í hlaðvarpi segir Ása málið vera stórt og flókið. Þeim fannst ólíklegt að fréttamenn gætu fjallað nægilega ítarlega um málið og nauðsynlegt sé. „Okkur langaði líka að segja okkar persónulegu sögu og lýsa því hvaða áhrif það hefur að búa við svona ástand,“ segir Ása. Systurnar hafa þegar tekið upp fjóra þætti og Ása segir að aðeins hálf sagan sé komin inn á band. Þá séu einnig sífellt ný mál að koma upp þannig að hægt er að bæta við þáttum. Á meðan enga hjálp sé að fá frá lögreglunni til að skerast í leikinn þá neyðist þær til að gera þetta. Það sé ekkert gaman að viðra óhreina þvott fjölskyldunnar en hugsanlega verði þetta til þess að lægja öldurnar. Fyrsta þáttinn má heyra hér.
Dalabyggð Dómsmál Lögreglumál Fjölmiðlar Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira