Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 09:06 Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar, vill mæta honum í sjónvarpinu. Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið. Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið.
Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira