Innlent

Opna inn á gos­stöðvar að nýju

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gönguleið frá Suðurstrandarvegi, auk annarra leiða, verður opin í dag.
Gönguleið frá Suðurstrandarvegi, auk annarra leiða, verður opin í dag. Vísir/Arnar

Opnað hefur verið fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla-Hrút að nýju. Lokað var fyrir aðgang klukkan fimm í gær vegna lélegs skyggnis á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir einnig að starf eftirlitsaðila hafi gengið vel í gær og í nótt og engin alvarleg tilfelli hafi verið skráð.

Lokað var inn á svæðið klukkan fimm í gær vegna þess hve slæmt skyggnið var á svæðinu.

Þá segir í tilkynningu að aðrar gönguleiðir samkvæmt korti verði jafnframt opnar í dag.

Gönguleiðir að gosstöðvunum.Lögreglan

Lögreglan mælir með að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum. Einnig er lögð áhersla á að ekki sé farið með börn inn á svæðið og að fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma og þungaðar konur gangi ekki að gosinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×