Bandaríkin

Fréttamynd

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tán leið­togar Gambino-fjölskyldunnar hand­teknir

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu hafa handtekið sextán meinta leiðtoga Gambino-glæpafjölskyldunnar og samstarfsmenn þeirra. Einstaklingarnir eru grunaðir um svik, fjárkúganir og afskipti af vitnum, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

Laut í lægra haldi eftir kyn­lífsskan­dal

Frambjóðandi Demókrataflokksins laut í lægra haldi í kosningum til fulltrúaþings Virginíuríkis sem fram fóru í gær, en þó með litlum atkvæðamun. Málið vekur sérstaka athygli vegna þess að kynlífsmyndbönd af frambjóðandanum og eiginmanni hennar hafa gengið manna á milli.

Erlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp

Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt.

Erlent
Fréttamynd

Segir engan hafa staðið í vegi rann­sóknar á Hunter Biden

David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki kosningafundur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent
Fréttamynd

Perry borinn til grafar

Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina.

Lífið
Fréttamynd

Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé.

Erlent
Fréttamynd

Falið að fylla skarð spjall­þáttar James Cor­d­en

Bandaríski uppistandarinn Taylor Tomlinson hefur verið ráðin til að stjórna nýjum kvöldspjallþætti á sjónvarpsstöðinni CBS. Þættirnir verða á dagskrá á sama tíma og þættir hins breska James Corden voru á stöðinni sem runnu sitt skeið í apríl síðastliðnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Geim­farinn Ken Mattingly látinn

Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára.

Erlent
Fréttamynd

Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh

Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biden segir þörf á hléi

Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi.

Erlent