Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2025 20:45 Donald Trump sýndi tollaáform Bandaríkjanna á stóru spjaldi. Ekki var hægt að sjá nafn Íslands á spjaldinu. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland. Trump sýndi þeim sem voru viðstaddir blaðamannafund hans, sem fór fram við Hvíta húsið, spjald með nýrri tollalagningu Bandaríkjanna. Ekki var að sjá að Ísland væri á spjaldinu, en hann talaði þó um að leggja tíu prósenta lágmarkstolla á öll lönd til að byggja upp efnahag Bandaríkjanna. Trump tilkynnti að hann myndi leggja tuttugu prósenta toll á Evrópusambandsríki og fimmtán prósenta toll á Noreg, tíu prósenta toll á Bretland og 31 prósenta toll á Sviss. Þá sagði hann að tollur á kínverskar vörur yrði 34 prósent. Complete list of US trade tariffs by country. pic.twitter.com/6xemd9CfPd— Clash Report (@clashreport) April 2, 2025 Einnig kynnti Trump 25 prósenta tollalagningu á alla erlenda bíla og bílahluti. Það mun taka gildi um miðnætti vestanhafs. „2. apríl 2025 mun að eilífu verða minnst sem dagsins sem amerískur iðnaður endurfæddist, dagsins sem amerísk örlög voru endurheimt, og dagsins sem Ameríka varð auðug á ný!“ sagði Trump í ávarpi sínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Trump sýndi þeim sem voru viðstaddir blaðamannafund hans, sem fór fram við Hvíta húsið, spjald með nýrri tollalagningu Bandaríkjanna. Ekki var að sjá að Ísland væri á spjaldinu, en hann talaði þó um að leggja tíu prósenta lágmarkstolla á öll lönd til að byggja upp efnahag Bandaríkjanna. Trump tilkynnti að hann myndi leggja tuttugu prósenta toll á Evrópusambandsríki og fimmtán prósenta toll á Noreg, tíu prósenta toll á Bretland og 31 prósenta toll á Sviss. Þá sagði hann að tollur á kínverskar vörur yrði 34 prósent. Complete list of US trade tariffs by country. pic.twitter.com/6xemd9CfPd— Clash Report (@clashreport) April 2, 2025 Einnig kynnti Trump 25 prósenta tollalagningu á alla erlenda bíla og bílahluti. Það mun taka gildi um miðnætti vestanhafs. „2. apríl 2025 mun að eilífu verða minnst sem dagsins sem amerískur iðnaður endurfæddist, dagsins sem amerísk örlög voru endurheimt, og dagsins sem Ameríka varð auðug á ný!“ sagði Trump í ávarpi sínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira