Vaktin: Tollar Trump valda usla Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 3. apríl 2025 10:55 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu. Margir af ráðamönnum heimsins hafa boðað viðbrögð við tollum Trumps og stefnir í umfangsmikið viðskiptastríð. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Í einföldu máli sagt, ef ríki kaupir ekki meira af Bandaríkjunum en Bandaríkin kaupa af því, þá fær það ríki hærri toll en tíu prósent og er prósentutalan í hlutfalli við viðskiptahalla ríkjanna. Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Fylgst verður með helstu vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Margir af ráðamönnum heimsins hafa boðað viðbrögð við tollum Trumps og stefnir í umfangsmikið viðskiptastríð. Almennu tíu prósenta tollarnir eiga að taka gildi þann 5. apríl. Hinir þann 9. apríl. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Í einföldu máli sagt, ef ríki kaupir ekki meira af Bandaríkjunum en Bandaríkin kaupa af því, þá fær það ríki hærri toll en tíu prósent og er prósentutalan í hlutfalli við viðskiptahalla ríkjanna. Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Fylgst verður með helstu vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira