TikTok hólpið í bili Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 19:49 Donald Trump hefur frestað fyrirhuguðu TikTok banni um að minnsta kosti 75 daga á meðan viðræður um mögulega sölu til Bandaríkjanna standa yfir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. „Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot
TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41