Bandaríkin

Fréttamynd

Geiturnar gæða sér á gömlum jóla­trjám

Geitur á bæ einum í Missouri í Bandaríkjunum hafa síðustu daga notið góðs af jólahaldinu. Bændurnir auglýstu á Facebook eftir því að fólk í nágrenninu myndi koma með gömul jólatré á bæinn.

Lífið
Fréttamynd

Deilurnar um ávísanirnar halda áfram

Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári

Lögreglan í Nashville fékk í fyrra tilkynningu um að maðurinn sem sprengdi húsbíl sinn í loft upp þar í borg um jólin, hefði verið að setja saman sprengjur. Tveir lögregluþjónar fóru heim til hans en fundu hann ekki og sáu ekki inn í húsbíl hans, þar sem hann átti að vera að stunda sprengjugerðina.

Erlent
Fréttamynd

Ný­kjörinn þing­maður látinn af völdum Co­vid-19

Repúblikaninn Luke Letlow, sem kjörinn var á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Louisiana í kosningunum í nóvember, er látinn af völdum Covid-19. Hinn 41 árs gamli Letlow er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að láta lífið af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“

Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir.

Lífið
Fréttamynd

Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa

Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Trump-liða um að draga lappirnar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB.

Erlent
Fréttamynd

Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar

Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af.

Erlent
Fréttamynd

Gaf Demókrötum gullið tækifæri

Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 

Erlent
Fréttamynd

Græddi ekkert og reitti alla til reiði

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota

Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna.

Erlent
Fréttamynd

Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur

Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum

Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verska hag­kerfið verði það stærsta í heimi 2028

Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprenging í Nashville talin vera viljaverk

Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Gömul blogg­færsla kom upp um „leyni­legt vitni“ sem reyndist vera stuðnings­maður Trump

Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir.

Erlent