Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 11:38 Abdullatif bin Rashid al-Zayani, utanríkisráðherra Berein, Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísraels, Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nasser Bourita, utanríkisráðherra Marokkó, og Sheikh Abdullah bin Zayed Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu saman í Ísrael í dag. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira