Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 15:25 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á tvæ fullorðnar dætur. AP/Mikhail Klimentyev Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi. Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi.
Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira