Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 23:39 Chris Rock hefur eflaust brugðið þegar einn þekktasti leikari heims rak honum kinnhest á óskarsverðlaunahátíðinni. Neilson Barnard/Getty Images Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá. Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Sjá meira
Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá.
Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Fleiri fréttir Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Sjá meira
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41