Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 23:39 Chris Rock hefur eflaust brugðið þegar einn þekktasti leikari heims rak honum kinnhest á óskarsverðlaunahátíðinni. Neilson Barnard/Getty Images Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá. Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Leikarinn segist jafnframt munu taka öllum refsingum sem stjórn akademíunnar ákveður að beita hann. Því hefur verið haldið fram að stjórnin íhugi að svipta Smith sínum einu óskarsverðlaunum, en hann vann til þeirra örskömmu eftir löðrunginn fræga. Hann hlaut styttuna eftirsóttu fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni King Richard. „Gjörðir mínar voru hneykslanlegar, sársaukafullar og óafsakanlegar,“ segir leikarinn í tilkynningu. „Listi þeirra sem ég hef sært er langur, en á honum eru Chris, fjölskylda hans, margir vinir mínir og ástvinir, allir í áhorfendasalnum og áhorfendur heima í stofu um allan heim. Þá segir hann að atvikið hafi dregið verðskuldaða athygli frá öðrum sigurvegurum kvöldsins. „Ég brást trausti akademíunnar. Ég svipti aðra tilnefnda og sigurvegara tækifærinu til að fagna og vera hampað fyrir frábært starf þeirra. Ég er niðurbrotinn,“ segir hann. Framkvæmdastjóri akademíunnar segir stjórnina hafa samþykkt tafarlausa afsögn Smiths og að hún muni halda áfram refsingarferli fyrir brot gegn siðareglum akademíunnar. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum um heim allan sló Smith grínistann Chris Rock, sem var kynnir á óskarshátíðinni, flötum lófa eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hári, eða öllu heldur hárleysi, eiginkonu hans. Jada Pinkett-Smith, eiginkona Smiths, glímir við sjálfsofnæmi sem veldur því að henni vex ekki hár á höfði. Breska ríkisútvarpið greindi frá.
Will Smith löðrungar Chris Rock Bandaríkin Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41