Bandaríkin

Fréttamynd

Loddaranum Önnu Sor­okin sleppt úr steininum

Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum.

Erlent
Fréttamynd

Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun

Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Öngþveiti á sporbraut um Mars

Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Erlent
Fréttamynd

Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps

Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi.

Erlent
Fréttamynd

Her­foringjarnir beittir efna­hags­þvingunum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Larry Flynt, stofnandi Hustler, er dáinn

Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump

Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum

Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram

Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna.

Erlent
Fréttamynd

Hakkari reyndi að eitra fyrir heilli borg

Embættis- og löggæslumenn í Pinellassýslu í Flórída í Bandaríkjunum tilkynntu í kvöld að hakkari hefði náð stjórn á tölvukerfi vatnshreinsistöð borgarinnar Oldsmar og reynt að eitra fyrir borgarbúum.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Skotinn til bana við upptöku Youtube-hrekks

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefur til rannsóknar atvik þar sem ungur maður var skotinn til bana við að taka upp hrekk sem til stóð að birta á Youtube. Maðurinn og vinur hans þóttust ætla að ræna annan mann sem hélt að um raunverulegt rán væri að ræða og dró upp byssu.

Erlent
Fréttamynd

Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Erlent