Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 08:40 Kassar með lyfinu mifepristone sem í daglegu tali er kallað þungunarrofspillan. AP/Allen G. Breed Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23