Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 11:37 Sex kristilegir íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa veitt kristilegum íhaldsmönnum stóra pólitíska sigra á síðustu vikum, ekki síst afnám réttar kvenna til þungunarrofs í síðustu viku. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira