Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2022 21:11 Hutchinson segir að teymi Donald Trump hafi vitað af því að möguleiki væri á því að allt færi úrskeiðis þann 6. janúar fjórum dögum fyrr. EPA/Adam Davis Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira