Bandaríkin

Fréttamynd

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Erlent
Fréttamynd

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

For­eldrar byssu­mannsins í Michigan á­kærðir

Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Erlent
Fréttamynd

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Erlent
Fréttamynd

Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla

Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana

Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar.

Erlent
Fréttamynd

Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins

Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade

Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað.

Erlent
Fréttamynd

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk

Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta

Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina.

Erlent
Fréttamynd

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekki tilefni til að grípa til harðra aðgerða í bili

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Omíkron, tilefni til varúðar en ekki hræðslu. Þá segir hann ekki nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða á borð við útgöngubanns, að því gefnu að fólk sinni því að bera grímu og láta bólusetja sig.

Erlent