Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 13. apríl 2023 06:54 Embættismenn innan SÞ segja afstöðu Guterres til átakanna í Úkraínu hafa verið alveg skýra. epa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Nokkur skjalanna lýsa einkasamtölum Guterres við aðstoðarmann sinn og svo virðist sem Bandaríkjamönnum finnist Guterres of viljugur til að draga taum Rússa og koma til móts við þeirra sjónarmið í tengslum við stríðið í Úkraínu. Þannig fjallar eitt skjalið um aðkomu Guterres að Svartahafs-kornsamningunum svokölluðu, þegar Úkraínumönnum var leyft að flytja korn úr landi um Svartahaf. Þar fannst Bandaríkjamönnum Guterres ganga of langt í að koma til móts við kröfur Rússa í því skyni að tryggja að samningurinn myndi ganga eftir. Er hann sagður hafa lagt áherslu á að auðvelda Rússum útflutning, jafnvel þótt það þýddi að aðgerðir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sættu refsiaðgerðum. Þannig hefði Guterres hreinlega grafið undan aðgerðum vestrænna ríkja sem ætlað er að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa mótmælt ásökununum og sagt að allar aðgerðir SÞ hefðu miðað að því að draga úr áhrifum átakanna í Úkraínu á fátæka. Það þýddi að gera allt til að draga úr hækkun matvælaverðs. Þá hefur BBC eftir embættismönnunum að afstaða Guterres til átakanna hafi alltaf verið mjög skýr. Í skjölunum er einnig lýst samtali Guterres við aðstoðarmann sinn, Aminu Mohammed. Í því er Guterres sagður hafa lýst vanþóknun sinni á áköllum Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir aukinni vopna- og skotfæraframleiðslu í Evrópu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira