Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2023 10:33 Qin Gang, utanríkisráðherra Kína. AP/Suo Takekuma Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna. Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hersveitir Rússa í Úkraínu eru sagðar eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, eins og Úkraínumenn, og myndi sala Kínverja á slíkum skotfærum til Rússa hafa mikil áhrif á stríðsrekstur þeirra. Rússar hafa verið beittir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar og sagði Qin að Kínverjar myndu einnig fylgjast með útflutningi vara sem hægt sé að nota í hernaði. Samkvæmt AP fréttaveitunni er Qin Gang hæst setti kínverski embættismaðurinn hingað til sem segir að Kínverjar muni ekki selja Rússum vopn. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Á sama fundi gagnrýndi Qin yfirvöld í Taívan harðlega og sakaði þau um að bera ábyrgð á aukinni spennu við Taívan-sund en Kínverjar, sem gera tilkall til Taívans, hafa haldið umfangsmiklar heræfingar þar á undanförnum dögum. Sjá einnig: Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Vilja að Kínverjar þrýsti á Pútín Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í febrúar að Bandaríkjamenn hefðu upplýsingar um að yfirvöld í Kína væru að íhuga að selja Rússum vopn og skotfæri og varaði hann við því að slík sala yrði alvarlegt vandamál. Evrópskir leiðtogar hafa tekið undir það og þeirra á meðal er Josep Borrell, sem stýrir utanríkismálum Evrópusambandsins. Hann sagði stuðning Kínverja við innrás Rússa fara gegn skuldbindingum Kína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.AP/Suo Takekuma Baerbock sló á svipaða strengi í morgun og sagði að sem fastameðlimur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ættu Kínverjar að reyna að binda enda á stríðið. Hún sagðist velta vöngum yfir því af hverju ráðamenn í Kína hefðu ekki kallað eftir því að Rússar hættu stríðsrekstri sínum í Úkraínu. „Við vitum öll að Pútín forseti [Vladimír Pútin, forseti Rússlands] gæti gert það hvenær sem er og að fólkið í Úkraínu vill ekkert meira en að lifa við frið á nýjan leik,“ sagði Baerbock. Varnarmálaráðherra á leið til Rússlands Xi Jinping, forseti Kína, ferðaðist í síðasta mánuði til Rússlands þar sem hann fundaði með Pútín. Leiðtogarnir funduðu lengi en ekki hefur komið fram hvort þeir ræddu um mögulega hernaðaraðstoð. Sjá einnig: Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Þá mun Li Shangfu, nýr varnarmálaráðherra Kína, ferðast til Rússlands, á næstu dögum þar sem hann mun verja fjórum dögum í fundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Li var skipaður varnarmálaráðherra á sunnudaginn en hann hefur verið beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að kaupa vopna frá Rússlandi. Samkvæmt RIA fréttaveitunni munu ráðherrarnir meðal annars heimsækja rússneska herskóla og ræða við leiðtoga rússneska hersins. Þá hefur fréttaveitan eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Kína að heimsóknin muni bæta samstarf ríkjanna.
Kína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06 Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1. apríl 2023 11:06
Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 29. mars 2023 10:11
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11