Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 09:00 Tarzan Brown kemur í mark í hlaupinu 1936 og til verður nefnið harmshæð eða Heartbreak Hill, yfir lokasprett hlaupaleiðarinnar. Boston Globe Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sjá meira
Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sjá meira