Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 23:50 Bitcoin-náma fyrirtækisins Riot Blockchain í Rockdale í Texas er talin bæta við eftirspurn eftir um 450 megavöttum af rafmagni. Vísir/EPA Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. Rafmyntanámugröftur færðist að miklu leyti til Bandaríkjanna eftir að kínversk stjórnvöld boluðu rafmyntanámunum úr landi vegna þess hversu orkufrekar þær voru árið 2021. Fram að þessu hefur ekki verið vitað með vissu hvaða áhrif gagnaverin hafa á umhverfið, orkunotkun og orkumarkaði þar. Niðurstaða ítarlegrar rannsóknar bandaríska dagblaðsins New York Times er að 34 stórar rafmyntanámur noti saman meira en 3.900 megavött rafmagns. Hver þeirra um sig noti að minnsta kosti 30.000 sinnum meira rafmagn en meðalheimilið í landinu. Saman jafnast raforkunotkun rafmyntanámanna á við þrjár milljónir heimila. Það er sagt jafnast á við alla íbúa New York-borgar. Viðbótareftirspurnin hefur sums staðar þrýst upp raforkuverði fyrir venjulega notendur. Verulegt umhverfisvandamál Þrátt fyrir að mörg rafmyntafyrirtækin stæri sig af því að starfa á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar framleiða stóran hluta rafmagns leiddi rannsókn blaðsins í ljós að orkuþörf þeirra sé svo mikil að grænir orkukostir nái ekki að seðja hana. Þannig hafi námugröfturinn valdið uppgripum í jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Greining sem blaðið lét vinna bendir til þess að 85 prósent af orkuþörf gagnaveranna sé svalað með bruna á kolum og jarðgasi. Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem hlýst af starfsemi námanna er metin sambærileg við að bæta 3,5 milljónum jarðefnaeldsneytisknúinna bifreiða út á bandarískar götur. Sérfræðingar í orkumálum segja að rafmyntagröftur hafi tvímælalaust veruleg umhverfisáhrif. „Þau bæta við eftirspurn eftir hundruð megavöttum á sama tíma og við stöndum frammi fyrir að þurfa að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis. Ef þú lætur þér loftslagsbreytingar varða þá er það vandamál,“ segir Jesse Jenkins, prófessor við Princeton-háskóla. Heilu stæðurnar af tölvum strita tímunum saman við að búa til auðæfi í formi rafmyntarinnar Bitcoin. Gröfturinn eftir myntinni er gríðarlega orkufrekur og mengandi.Vísir/Getty Græða á braski með rafmagn Mörg rafmyntafyrirtækjanna maka auk þess krókinn á braski með rafmagn. Ólíkt öðrum orkufrekum iðnaði er hægt að stöðva starfsemi gagnaveranna snögglega og hefja aftur án frekari vandkvæða. Þetta nýta fyrirtækin sér til þess að komast hjá því að þurfa að greiða hærra verð fyrir raforkuna þegar eftirspurn er mikil og selja hana inn á dreifikerfið þegar verðið er hátt. Á sumum stöðum fá fyrirtækin greitt frá raforkuflutningsfyrirtækjum til þess að stöðva starfsemi sína ef mikið álag er á raforkukerfið og hætta á rafmagnsleysi. New York Times áætlar að fimm rafmyntanámur hafi þénað að minnsta kosti sextíu milljónir dollara, jafnvirði um 8,2 milljarða íslenskra króna, á slíkum samningum frá árinu 2020 Þegar mannskæði stormurinn Uri gekk yfir Texas í febrúar árið 2021 stöðvuðust raforkuver um allt ríkið og tugir þúsunda heimila voru án rafmagns. Á sama tíma keyrði gagnaver við borgina Austin tölvur sem grófu eftir rafmyntinni Bitcoin og notaði til þess orku á við 6.500 heimili. Á öðrum degi óveðursins, þegar hátt í fjörutíu manns voru þegar látnir, sumir þeirra vegna kulda, lét rekstraraðili dreifikerfisins gagnaverið stöðva starfsemi sína. Í kjölfarið þurfti það að greiða námufyrirtækinu Bitdeer að meðaltali 175.000 dollara á klukkustund, jafnvirði tæplega 24 milljóna króna, til þess að hafa slökkt á tölvunum. Bitdeer þénaði alls um átján milljónir dollara, jafnvirði um 2,4 milljarða króna, fyrir að hafa lokað næstu fjóra dagana á sama tíma og íbúar ríkisins glímdu við afleiðingar stormsins. Áætlað er að á þriðja hundruð manna hafi látið lífið í óveðrinu. Rafmyntir Bandaríkin Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rafmyntanámugröftur færðist að miklu leyti til Bandaríkjanna eftir að kínversk stjórnvöld boluðu rafmyntanámunum úr landi vegna þess hversu orkufrekar þær voru árið 2021. Fram að þessu hefur ekki verið vitað með vissu hvaða áhrif gagnaverin hafa á umhverfið, orkunotkun og orkumarkaði þar. Niðurstaða ítarlegrar rannsóknar bandaríska dagblaðsins New York Times er að 34 stórar rafmyntanámur noti saman meira en 3.900 megavött rafmagns. Hver þeirra um sig noti að minnsta kosti 30.000 sinnum meira rafmagn en meðalheimilið í landinu. Saman jafnast raforkunotkun rafmyntanámanna á við þrjár milljónir heimila. Það er sagt jafnast á við alla íbúa New York-borgar. Viðbótareftirspurnin hefur sums staðar þrýst upp raforkuverði fyrir venjulega notendur. Verulegt umhverfisvandamál Þrátt fyrir að mörg rafmyntafyrirtækin stæri sig af því að starfa á svæðum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar framleiða stóran hluta rafmagns leiddi rannsókn blaðsins í ljós að orkuþörf þeirra sé svo mikil að grænir orkukostir nái ekki að seðja hana. Þannig hafi námugröfturinn valdið uppgripum í jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Greining sem blaðið lét vinna bendir til þess að 85 prósent af orkuþörf gagnaveranna sé svalað með bruna á kolum og jarðgasi. Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem hlýst af starfsemi námanna er metin sambærileg við að bæta 3,5 milljónum jarðefnaeldsneytisknúinna bifreiða út á bandarískar götur. Sérfræðingar í orkumálum segja að rafmyntagröftur hafi tvímælalaust veruleg umhverfisáhrif. „Þau bæta við eftirspurn eftir hundruð megavöttum á sama tíma og við stöndum frammi fyrir að þurfa að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis. Ef þú lætur þér loftslagsbreytingar varða þá er það vandamál,“ segir Jesse Jenkins, prófessor við Princeton-háskóla. Heilu stæðurnar af tölvum strita tímunum saman við að búa til auðæfi í formi rafmyntarinnar Bitcoin. Gröfturinn eftir myntinni er gríðarlega orkufrekur og mengandi.Vísir/Getty Græða á braski með rafmagn Mörg rafmyntafyrirtækjanna maka auk þess krókinn á braski með rafmagn. Ólíkt öðrum orkufrekum iðnaði er hægt að stöðva starfsemi gagnaveranna snögglega og hefja aftur án frekari vandkvæða. Þetta nýta fyrirtækin sér til þess að komast hjá því að þurfa að greiða hærra verð fyrir raforkuna þegar eftirspurn er mikil og selja hana inn á dreifikerfið þegar verðið er hátt. Á sumum stöðum fá fyrirtækin greitt frá raforkuflutningsfyrirtækjum til þess að stöðva starfsemi sína ef mikið álag er á raforkukerfið og hætta á rafmagnsleysi. New York Times áætlar að fimm rafmyntanámur hafi þénað að minnsta kosti sextíu milljónir dollara, jafnvirði um 8,2 milljarða íslenskra króna, á slíkum samningum frá árinu 2020 Þegar mannskæði stormurinn Uri gekk yfir Texas í febrúar árið 2021 stöðvuðust raforkuver um allt ríkið og tugir þúsunda heimila voru án rafmagns. Á sama tíma keyrði gagnaver við borgina Austin tölvur sem grófu eftir rafmyntinni Bitcoin og notaði til þess orku á við 6.500 heimili. Á öðrum degi óveðursins, þegar hátt í fjörutíu manns voru þegar látnir, sumir þeirra vegna kulda, lét rekstraraðili dreifikerfisins gagnaverið stöðva starfsemi sína. Í kjölfarið þurfti það að greiða námufyrirtækinu Bitdeer að meðaltali 175.000 dollara á klukkustund, jafnvirði tæplega 24 milljóna króna, til þess að hafa slökkt á tölvunum. Bitdeer þénaði alls um átján milljónir dollara, jafnvirði um 2,4 milljarða króna, fyrir að hafa lokað næstu fjóra dagana á sama tíma og íbúar ríkisins glímdu við afleiðingar stormsins. Áætlað er að á þriðja hundruð manna hafi látið lífið í óveðrinu.
Rafmyntir Bandaríkin Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira