Bandaríkin

Fréttamynd

For­eldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum

Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.

Erlent
Fréttamynd

Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu

Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug.

Erlent
Fréttamynd

Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga

Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist

Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við.

Erlent
Fréttamynd

Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd

Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn.

Erlent
Fréttamynd

Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn

Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick.

Erlent
Fréttamynd

Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Musk hafnar á­sökunum og vill koma á fót mál­sóknar­teymi

Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf.

Erlent
Fréttamynd

Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju

Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum

Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Erlent
Fréttamynd

Banna þungunarrof eftir frjóvgun

Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum.

Erlent