Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 08:43 George Santos á yfir höfði sér réttarhöld fyrir ýmis konar svik og blekkingar. Nú er fyrrverandi aðstoðarmaður hans ákærður fyrir að svíkja út framlög til framboðs Santos. AP/J. Scott Applewhite Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. Saksóknarar í New York ákærðu Sam Miele fyrir fjársvik og fyrir að villa á sér heimildir í þeim tilgangi að svindla á þeim sem létu fé af hendi rakna og safna fé fyrir Santos á fölskum forsendum. Miele hafi notað nafn háttsetts aðstoðarmanns fulltrúadeildarþingmanns í leiðtogastöðu og falskt tölvupóstfang til þess að látast vera hann. AP-fréttastofan segir að maðurinn sem Miele lést vera sé ekki nafngreindur í ákærunni. Staðreyndir málsins passi hins vegar við fréttir fjölmiðla um að hann sé Dan Meyer, fyrrverandi skrifstofustjóri Kevins McCarthy, núverandi forseta fulltrúadeildarinnar sem var þá leiðtogi Repúblikanaflokksins í minnihlutanum. Miele, sem neitaði sök í gær, er sakaður um að hafa sent falskar beiðnir um fjárframlög til á annan tug mögulegra styrktaraðila flokksins frá ágúst til desember 2021. Undir skeytin skrifaði hann stundum fullt nafn og titil Meyer. Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið.J. Scott Applewhite/AP Sagður hafa viðurkennt svikin í bréfi Saksóknarar halda því fram að Miele hafi viðurkennt svikin við Santos í bréfi í september í fyrra. Hann hafi fengið fimmtán prósent þóknun af hverju framlagi sem hann aflaði. Skrifstofa McCarthy segist hafa fengið veður af málinu í ágúst árið 2021. Meintir glæpir Miele áttu sér stað að hluta til á sama tímabili og þeir sem Santos er sjálfur ákærður fyrir. Santos er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti, að svíkja út atvinnuleysisbætur og að ljúga að Bandaríkjaþingi. Hann er einnig ákærður fyrir að stela fjármunum úr kosningasjóði sínum til persónulegrar neyslu. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og hafa því látið það vera að þrýsta á Santos að segja af sér. Santos var á meðal nokkurra frambjóðenda flokksins sem náðu að sigra í kjördæmum í New York þar sem demókratar vinna oftar en ekki. Á meðan á framboði Santos til Bandaríkjaþings stóð laug hann á yfirgripsmikinn hátt um nær allt sem tengdist lífshlaupi sínu. Lýsti hann sjálfum sér sem auðugum kaupahéðni af Wall Street þegar staðreyndin var sú að hann átti erfitt með að greiða húsaleigu og hafði unnið fyrir fyrirtæki sem var sakað um að reka svokallaða Ponzi-svikamyllu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöld yfir Santos fara fram. Hann segist ætla að halda ótrauður áfram með framboð sitt til endurkjörs á næsta ári, að sögn Washington Post. Bandaríkin Erlend sakamál Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Saksóknarar í New York ákærðu Sam Miele fyrir fjársvik og fyrir að villa á sér heimildir í þeim tilgangi að svindla á þeim sem létu fé af hendi rakna og safna fé fyrir Santos á fölskum forsendum. Miele hafi notað nafn háttsetts aðstoðarmanns fulltrúadeildarþingmanns í leiðtogastöðu og falskt tölvupóstfang til þess að látast vera hann. AP-fréttastofan segir að maðurinn sem Miele lést vera sé ekki nafngreindur í ákærunni. Staðreyndir málsins passi hins vegar við fréttir fjölmiðla um að hann sé Dan Meyer, fyrrverandi skrifstofustjóri Kevins McCarthy, núverandi forseta fulltrúadeildarinnar sem var þá leiðtogi Repúblikanaflokksins í minnihlutanum. Miele, sem neitaði sök í gær, er sakaður um að hafa sent falskar beiðnir um fjárframlög til á annan tug mögulegra styrktaraðila flokksins frá ágúst til desember 2021. Undir skeytin skrifaði hann stundum fullt nafn og titil Meyer. Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið.J. Scott Applewhite/AP Sagður hafa viðurkennt svikin í bréfi Saksóknarar halda því fram að Miele hafi viðurkennt svikin við Santos í bréfi í september í fyrra. Hann hafi fengið fimmtán prósent þóknun af hverju framlagi sem hann aflaði. Skrifstofa McCarthy segist hafa fengið veður af málinu í ágúst árið 2021. Meintir glæpir Miele áttu sér stað að hluta til á sama tímabili og þeir sem Santos er sjálfur ákærður fyrir. Santos er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti, að svíkja út atvinnuleysisbætur og að ljúga að Bandaríkjaþingi. Hann er einnig ákærður fyrir að stela fjármunum úr kosningasjóði sínum til persónulegrar neyslu. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og hafa því látið það vera að þrýsta á Santos að segja af sér. Santos var á meðal nokkurra frambjóðenda flokksins sem náðu að sigra í kjördæmum í New York þar sem demókratar vinna oftar en ekki. Á meðan á framboði Santos til Bandaríkjaþings stóð laug hann á yfirgripsmikinn hátt um nær allt sem tengdist lífshlaupi sínu. Lýsti hann sjálfum sér sem auðugum kaupahéðni af Wall Street þegar staðreyndin var sú að hann átti erfitt með að greiða húsaleigu og hafði unnið fyrir fyrirtæki sem var sakað um að reka svokallaða Ponzi-svikamyllu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöld yfir Santos fara fram. Hann segist ætla að halda ótrauður áfram með framboð sitt til endurkjörs á næsta ári, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Erlend sakamál Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53
Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53