Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2023 20:38 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir fjórum ákærum. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Tryggingin samsvarar tæplega 26,5 milljónum króna en lögmenn Trumps, saksóknarar og dómari funduðu um trygginguna í dag. Búist er við að Trump gefi sig fram í Fulton-sýslu seinna í vikunni þar sem hann og aðrir sakborningar hafa frest fram á föstudag. Einnig kom fram í kvöld að alríkissaksóknarar sem hafa einnig ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum kosninganna eru mótfallnir því að réttarhöldin gegn honum fari ekki fram fyrr en í apríl 2026. Bannað að ógna vitnum eða öðrum á samfélagsmiðlum Í nýjum dómsskjölum frá Georgíu kemur fram að dómari hefur skipað Trump að gera ekki tilraunir til að ógna öðrum sakborningum eða vitnum eða reyna að hefta framgang réttvísinnar á nokkurn hátt. Dómarinn tekur fram að hann má ekki hóta eða ógna fólki á beinan eða óbeinan hátt á samfélagsmiðlum eða annarsstaðar. Hann má hvorki setja sjálfur inn færslur sem hægt væri að túlka sem ógnun, né dreifa slíkum færslum annarra. Trump mun því þurfa að halda aftur af sér, annars gæti hann þurft að sitja inni en hann hefur ítrekað verið sakaður um ógnanir gegn saksóknurum, dómurum og öðrum í tengslum við hinar ákærurnar gegn honum. Auk Trumps voru átján aðrir ákærðir í Fulton-sýslu en ákærurnar byggja á RICO-lögunum svokölluðu. Þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Fani Willis, saksóknari, hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. Vilja hefja réttarhöld 2. janúar Trump hefur einnig verið ákærður vegna kosninganna af Jack Smith, sérstökum rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins. Lögmenn hans fóru nýverið fram á að þau réttarhöld færu fram í apríl 2026 en sú beiðni var byggð á því að lögmennirnir þyrftu að fara yfir gífurlegt magn gagna vegna málsins. Þá stendur Trump í baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í nóvember á næsta ári og er hann líklegur til að bera sigur úr býtum. Lögmenn Trumps sögðust hafa fengið 11,5 milljónir blaðsíðna til að fara yfir fyrir réttarhöldin og þeir þyrftu mikinn tíma til þess. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Smith og saksóknarar hans segjast mótfallnir því að réttarhöldunum verði frestað svo lengi og segja að mest af þeim gögnum sem lögmenn Trumps þurfi að fara yfir hafi verið opinber um langt skeið og þar að auki væru margar af þessum blaðsíðum afrit af öðrum. Það ætti ekki að vera eins erfitt og lögmenn Trumps segja að fara yfir þau. Saksóknararnir vilja að réttarhöldin hefjist þann 2. janúar á næsta ári., samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Dómari varar Trump við því að espa fólk upp Dómari í máli bandaríska alríkisins gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur varað Trump við því að reyna að espa fólk upp. Slíkar yfirlýsingar hans gætu spillt fyrir vali á kviðdómi í málinu. 12. ágúst 2023 10:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Tryggingin samsvarar tæplega 26,5 milljónum króna en lögmenn Trumps, saksóknarar og dómari funduðu um trygginguna í dag. Búist er við að Trump gefi sig fram í Fulton-sýslu seinna í vikunni þar sem hann og aðrir sakborningar hafa frest fram á föstudag. Einnig kom fram í kvöld að alríkissaksóknarar sem hafa einnig ákært Trump vegna tilrauna hans til að snúa niðurstöðum kosninganna eru mótfallnir því að réttarhöldin gegn honum fari ekki fram fyrr en í apríl 2026. Bannað að ógna vitnum eða öðrum á samfélagsmiðlum Í nýjum dómsskjölum frá Georgíu kemur fram að dómari hefur skipað Trump að gera ekki tilraunir til að ógna öðrum sakborningum eða vitnum eða reyna að hefta framgang réttvísinnar á nokkurn hátt. Dómarinn tekur fram að hann má ekki hóta eða ógna fólki á beinan eða óbeinan hátt á samfélagsmiðlum eða annarsstaðar. Hann má hvorki setja sjálfur inn færslur sem hægt væri að túlka sem ógnun, né dreifa slíkum færslum annarra. Trump mun því þurfa að halda aftur af sér, annars gæti hann þurft að sitja inni en hann hefur ítrekað verið sakaður um ógnanir gegn saksóknurum, dómurum og öðrum í tengslum við hinar ákærurnar gegn honum. Auk Trumps voru átján aðrir ákærðir í Fulton-sýslu en ákærurnar byggja á RICO-lögunum svokölluðu. Þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Fani Willis, saksóknari, hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. Vilja hefja réttarhöld 2. janúar Trump hefur einnig verið ákærður vegna kosninganna af Jack Smith, sérstökum rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins. Lögmenn hans fóru nýverið fram á að þau réttarhöld færu fram í apríl 2026 en sú beiðni var byggð á því að lögmennirnir þyrftu að fara yfir gífurlegt magn gagna vegna málsins. Þá stendur Trump í baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í nóvember á næsta ári og er hann líklegur til að bera sigur úr býtum. Lögmenn Trumps sögðust hafa fengið 11,5 milljónir blaðsíðna til að fara yfir fyrir réttarhöldin og þeir þyrftu mikinn tíma til þess. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Smith og saksóknarar hans segjast mótfallnir því að réttarhöldunum verði frestað svo lengi og segja að mest af þeim gögnum sem lögmenn Trumps þurfi að fara yfir hafi verið opinber um langt skeið og þar að auki væru margar af þessum blaðsíðum afrit af öðrum. Það ætti ekki að vera eins erfitt og lögmenn Trumps segja að fara yfir þau. Saksóknararnir vilja að réttarhöldin hefjist þann 2. janúar á næsta ári., samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31 Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Dómari varar Trump við því að espa fólk upp Dómari í máli bandaríska alríkisins gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur varað Trump við því að reyna að espa fólk upp. Slíkar yfirlýsingar hans gætu spillt fyrir vali á kviðdómi í málinu. 12. ágúst 2023 10:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. 21. ágúst 2023 07:31
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18. ágúst 2023 09:42
Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23
Dómari varar Trump við því að espa fólk upp Dómari í máli bandaríska alríkisins gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur varað Trump við því að reyna að espa fólk upp. Slíkar yfirlýsingar hans gætu spillt fyrir vali á kviðdómi í málinu. 12. ágúst 2023 10:23