Fær milljarð Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 08:50 Konu frá Texas voru dæmdir 1,2 milljarðar í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar dreifði af henni. Getty/Houston Chronicle Bandarískri konu voru dæmdir 1,2 milljarðar Bandaríkjadala í skaðabætur vegna hefndarkláms sem fyrrverandi kærasti hennar hafði dreift af henni. Konan sem er frá Texas og gengur undir skammstöfuninni D.L. í dómskjölum höfðaði mál gegn fyrrverandi kærasta sínum, Marques Jamal Jackson, í apríl 2022 fyrir að áreita hana með því að dreifa nektarmyndum af henni á samfélagsmiðlum. Kviðdómur í Harris-sýslu í Texas komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið fórnarlamb hefndarkláms og voru henni dæmdir 1,2 milljarður Bandaríkjadala (um 132 milljarðar íslenskra króna) í skaðabætur. Þar af 200 milljónir dala vegna andlegrar angistar og milljarður í refsibætur. Sendi nektarmyndir á vini og fjölskyldu Samkvæmt málsókninni hafði Jackson dreift nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni, sem hann fékk á meðan þau voru saman, á samfélagsmiðlum og klámsíðum til að „gera hana vandræðalega, áreita, kvelja, niðurlægja og smána opinberlega“. Í málssókninni er Jackson einnig sakaður um að hlera öryggiskerfi fyrrverandi tengdamóður sinnar til að njósna um D.L. eftir að þau hættu saman. Hann bjó sömuleiðis til falska netaðganga og sendi hlekki á vini hennar og fjölskyldu á síður þar sem búið var að hlaða upp nektarmyndum af henni. Þá var hann einnig sakaður um að taka pening af bankareikning hennar til að greiða leigu sína og aðra reikninga. Vildi eyðileggja líf hennar Jackson og D.L. hófu samband sitt 2016 og fluttu saman til Chicago þar sem honum bauðst starf. Samkvæmt dómsskjölum fannst D.L. eðlilegt að deila persónulegum myndum af sér með honum á meðan á sambandinu stóð. Hins vegar hafi hann haldið í myndirnar eftir að þau hættu saman í október 2021, þvert gegn hennar vilja. Skömmu eftir að D.L. flutti aftur til Texas byrjaði Jackson að deila nektarmyndum af henni. Þá hlóð hann myndum af henni upp á samfélagsmiðla og merkti vinnuveitendur hennar og líkamsrækt. Í dómsskjölum er að finna lokaskilaboð Jackson til D.L. þar sem segir „Þú munt eyða restinni af ævi þinni í að reyna og mistakast að þurrka þig af netinu. Allir sem þú hittir munu heyra söguna og leita að myndunum.“ Táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms Bradford Gilde, lögfræðingur D.L., sagði að skaðabæturnar væru táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms sem væri blanda af andlegu, kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þó það væri ólíklegt að peningurinn fengist hefði D.L. fengið mannorð sitt aftur. Málið er nýjasta hefndarklámsmálið í Bandaríkjunum þar sem fórnarlömbum eru dæmdar gríðarháar skaðabætur þó skaðabætur D.L. séu sér á parti. Árið 2021 var konu frá Maryland dæmdar 500 þúsund dala skaðabætur eftir að maður birti nektarmyndir af henni á netinu. Þá hlaut kona frá Kaliforníu 6,45 milljónir Bandaríkjadala árið 2018 eftir að fyrrverandi kærasti hennar deildi nektarmyndum af henni. Öll ríki Bandaríkjanna nema Massachusetts og Suður-Karólína hafa bannað hefndarklám. Löggjafinn í Massachusetts hefur kynnt aðgerðir sem banna hefndarklám en lögin hafa ekki enn verið samþykkt af löggjafarþingi ríkisins. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Konan sem er frá Texas og gengur undir skammstöfuninni D.L. í dómskjölum höfðaði mál gegn fyrrverandi kærasta sínum, Marques Jamal Jackson, í apríl 2022 fyrir að áreita hana með því að dreifa nektarmyndum af henni á samfélagsmiðlum. Kviðdómur í Harris-sýslu í Texas komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið fórnarlamb hefndarkláms og voru henni dæmdir 1,2 milljarður Bandaríkjadala (um 132 milljarðar íslenskra króna) í skaðabætur. Þar af 200 milljónir dala vegna andlegrar angistar og milljarður í refsibætur. Sendi nektarmyndir á vini og fjölskyldu Samkvæmt málsókninni hafði Jackson dreift nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni, sem hann fékk á meðan þau voru saman, á samfélagsmiðlum og klámsíðum til að „gera hana vandræðalega, áreita, kvelja, niðurlægja og smána opinberlega“. Í málssókninni er Jackson einnig sakaður um að hlera öryggiskerfi fyrrverandi tengdamóður sinnar til að njósna um D.L. eftir að þau hættu saman. Hann bjó sömuleiðis til falska netaðganga og sendi hlekki á vini hennar og fjölskyldu á síður þar sem búið var að hlaða upp nektarmyndum af henni. Þá var hann einnig sakaður um að taka pening af bankareikning hennar til að greiða leigu sína og aðra reikninga. Vildi eyðileggja líf hennar Jackson og D.L. hófu samband sitt 2016 og fluttu saman til Chicago þar sem honum bauðst starf. Samkvæmt dómsskjölum fannst D.L. eðlilegt að deila persónulegum myndum af sér með honum á meðan á sambandinu stóð. Hins vegar hafi hann haldið í myndirnar eftir að þau hættu saman í október 2021, þvert gegn hennar vilja. Skömmu eftir að D.L. flutti aftur til Texas byrjaði Jackson að deila nektarmyndum af henni. Þá hlóð hann myndum af henni upp á samfélagsmiðla og merkti vinnuveitendur hennar og líkamsrækt. Í dómsskjölum er að finna lokaskilaboð Jackson til D.L. þar sem segir „Þú munt eyða restinni af ævi þinni í að reyna og mistakast að þurrka þig af netinu. Allir sem þú hittir munu heyra söguna og leita að myndunum.“ Táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms Bradford Gilde, lögfræðingur D.L., sagði að skaðabæturnar væru táknrænn sigur fyrir fórnarlömb hefndarkláms sem væri blanda af andlegu, kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þó það væri ólíklegt að peningurinn fengist hefði D.L. fengið mannorð sitt aftur. Málið er nýjasta hefndarklámsmálið í Bandaríkjunum þar sem fórnarlömbum eru dæmdar gríðarháar skaðabætur þó skaðabætur D.L. séu sér á parti. Árið 2021 var konu frá Maryland dæmdar 500 þúsund dala skaðabætur eftir að maður birti nektarmyndir af henni á netinu. Þá hlaut kona frá Kaliforníu 6,45 milljónir Bandaríkjadala árið 2018 eftir að fyrrverandi kærasti hennar deildi nektarmyndum af henni. Öll ríki Bandaríkjanna nema Massachusetts og Suður-Karólína hafa bannað hefndarklám. Löggjafinn í Massachusetts hefur kynnt aðgerðir sem banna hefndarklám en lögin hafa ekki enn verið samþykkt af löggjafarþingi ríkisins.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. 5. ágúst 2022 21:31
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22