Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 07:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01