Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:19 „Á meðan þú bíður eftir þessum strætó, bíður Úkraína eftir F-16,“ segir á strætisvagni í Litháen. Getty/NurPhoto/Artur Widak Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira