Þingkosningar í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Íhuga kosti við að vinna saman

Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri.

Erlent
Fréttamynd

Ungir fjölmenntu á kjörstaði

Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi.

Erlent
Fréttamynd

Erfiður róður framundan hjá Bush

Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin.

Erlent
Fréttamynd

Hvað svo?

Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti kvenforseti fulltrúadeildarinnar

Eftir stórsigur demókrata í þingkosningum til fulltrúadeildar bandaríska þingsins má telja víst að þingmenn fulltrúadeildarinnar kjósi Nancy Pelosi, frá San Francisco, forseta fulltrúadeildarinnar. Það verður í fyrsta skipti sem kona gegnir því embætti. Þá hlaut múslimi í fyrsta skipti kosningu á þingið, auk þess sem blökkumaður verður í annað skipti ríkisstjóri.

Erlent
Fréttamynd

Demókratinn Webb lýsir yfir sigri í Virginíu

Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar halda enn meirihluta í öldungadeild en mjótt er á munum

Demókratar hafa unnið þrjú af þeim sex öldungardeildarsætum sem þeir þurfa til að ná meirihluta í deildinni: í Pennsylvaníu, Rhode Island og Ohio. Einnig ná þeir að halda þeim sætum sem repúblikanar ógnuðu í New Jersey og Maryland. Mjótt er á mununum í Tennessee, Missouri og Virginíu, fylkjunum sem munu skera úr um hver fer með meirihlutann í öldungadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

Úrslit: Demókratar með meirihluta í fulltrúadeildinni

Hvíta húsið hefur staðfest að demókratar eru búnir að tryggja sér meirihluta í neðri deild bandaríska þingsins. Þetta er þetta í fyrsta skipti síðan 1994 sem demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlendar fréttastofur segja demókrata hafa grætt meira en þau 15 þingsæti sem upp á vantaði.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar á siglingu

Spár sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum benda til þess að Demókratar hafi unnið þrjú sæti af Repúblikönum, af þeim fimmtán sem þeir þurfa til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa náð öldungadeildarþingsætum í Pensilvaínu, Ohio og á Rhode Island. Repúblikanar leiða hins vegar mjög naumt kapphlaupin um öldungadeildarsætin í Tennessee og Virginíu.

Erlent
Fréttamynd

Liberman búinn að tryggja sér þingsæti samkvæmt spám

Joseph Lieberman hlýtur endurkjör í fjórða sinn sem öldungadeildarþingmaður Bandaríkjaþings. Lieberman er óháður þingmaður en stuðningur hans við Íraksstríðið kostaði hann stuðning Demókrataflokksins. Samkvæmt spám ABC og NBC fréttastofanna hefur Lieberman sigrað Demókratann Ned Lamont.

Erlent
Fréttamynd

Demókrötum spáð sigri í 3 af 7 lykilríkjum

Baráttan um meirihlutann í Öldungadeildinni er geysispennandi. Demókrötum er nú spáð sigri í þremur af lykilríkjunum sjö í þessum slag, Ohio, Pennsylvaníu og New Jersey, að sögn sjónvarpsstöðvanna CBS og CNN. Demókratar þurfa því aðeins að vinna þrjú þeirra til viðbótar til að ná meirihlutanum og síðan 14 þingsæti til að ná meirihluta í fulltrúadeild þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu úrslit Demókrötum í hag

Demókratar hafa strax unnið nokkra snemmbúna sigra í baráttunni Bandaríkjaþing. Demókratinn Bob Cadey Jr. sigraði í Pensilvaníu í baráttunni um öldungadeildarþingsæti. Í Indíana hefur Demókratinn Brad Ellsworth sigraði Repúblikanann John Hostettler í baráttu um fulltrúardeildarþingsæti.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngukannanir ABC og CNN ill tíðindi fyrir Repúblíkana

Útgöngukönnun CNN á kjörstöðum í Bandaríkjunum sýnir að spillingamál eru einna efst í huga kjósenda sem kosningamál í bandarísku þingkosningunum. 42% kjósenda í könnuninni sögðu að spilling í Washington væri málefni sem þeim þætti sérlega mikilvægt. Niðurstaðan staðfestir neikvæðan hug margra kjósenda til stjórnmálamanna eftir tíð hneykslismál í höfuðborginni, en Repúblíkanar hafa verið viðriðnir flest þeirra að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

CBS spáir demókrata sigri í lykilríkinu Ohio

Kjörstöðum hefur nú verið lokað eða eru að loka í flestum ríkjunum í austurhluta Bandaríkjanna. Farið er að birta fyrstu útgönguspár og sjónvarpsstöðvarnar eru byrjaðar spá niðurstöðum í einstökum kjördæmum. CBS sjónvarpsstöðin spáir Demókrötum nú t.d. sigri í einu lykilríkjanna í baráttunni um meirihluta í Öldungadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

Vantraust á kosningakerfi

Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Kosið um fleira en þingsæti

Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust.

Erlent
Fréttamynd

Írak, Írak, Írak

Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara.

Erlent
Fréttamynd

Dýr brandari

Mun lélegur brandari kosta demókrata sigurinn í þingkosningunum í Bandaríkjunum? Þetta er raunveruleg spurning sem velt er upp eftir að John Kerry neitaði að biðjast afsökunar á klúðurslegum brandara sem mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna í Írak.

Stöð 2
Fréttamynd

Bush tekur lokasprettinn

Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Endurkoma Schwarzeneggers

Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta fórnarlamb You Tube?

Gjarnan er talað um repúblikanann George Allen frá Virginíu sem fyrsta YouTube fórnarlamb bandarískra stjórnmála. Fyrir ellefta ágúst var hann talinn eiga bjarta pólitíska framtíð. Allt útlit var fyrir að hann næði auðveldlega endurkjöri í öldungadeildina og alvarlega farið að ræða forsetaframboð 2008. En nú eru draumar um Hvíta húsið líkast til úr sögunni og óvíst með þingsætið, sem hafði virst svo tryggt.

Stöð 2
Fréttamynd

Aukin harka

Stóra sleggjan hefur verið dregin fram nú þegar einungis tólf dagar eru til þingkosninganna í Bandaríkjunum. Kosningabaráttan hefur fengið á sig grimmari mynd og allir sem mögulega eru taldir geta haft áhrif á útkomuna eru dregnir á flot.

Stöð 2
Fréttamynd

Hillary og Obama keppa um útnefningu 2008

Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.

Erlent
Fréttamynd

Frú Forseti?

Allar líkur eru á að Nancy Pelosi, 66 ára amma frá San Francisco, fái nafn sitt ritað í sögubækurnar sem fyrsta konan til að gegna embætti forseta fulltrúadeildarinnar verði niðurstaða þingkosninganna í Bandaríkjunum í samræmi við skoðanakannanir.

Erlent
Fréttamynd

Með fangið fullt af vandamálum

Flest bendir til að Demókratar nái meirihluta í Fulltrúadeildinni þegar kosið verður í Bandaríkjunum þann 7. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir ágætis gengi í efnahagsmálum og lækkandi eldsneytisverð er ekki hægt að líta framhjá margvíslegum vandræðum Bush forseta og flokks hans. Stríðið í Írak er að sjálfssögðu langerfiðasta kosningamálið fyrir Repúblikana en vandræði eru á fleiri vígstöðvum.

Stöð 2